Nesskólafréttir

Fréttabréf um skólastarf í samkomubanni...

Dagur eins

og dagurinn í dag er kærkominn. Frábært veður, ég held að allir hópar skólans hafi nýtt það í botn. Ekki spillti fyrir að einungis þrír hópar voru úti í einu á skólalóðinni og því afar fámennt hverju sinni. Einhverjir kíktu á fótboltvöllinn góða, aðrir í lystigarðinn og enn aðrir skelltu sér alla leið út að vita.

Um samgang barna eftir skólatíma á meðan samkomubanni stendur

Samtökin Heimili og skóli leituðu eftir upplýsingum hjá sóttvarnarlækni um samgang barna eftir skólatíma á meðan á samkomubanni stendur og fengu þessar leiðbeiningar:


Foreldrar eru hvattir til þess að takmarka samgang allra í fjölskyldunni við aðra utan fjölskyldunnar sem mest og hafa í huga að halda ákveðinni fjarlægð á milli einstaklinga ásamt hreinlætisaðgerðum. Þetta gildir hvort sem um er að ræða vini eða ættingja.

Foreldrar bera að sjálfsögðu ábyrgð á því hvernig þeir útfæra þessar grunnreglur um samskipti en í raun þýðir þetta að ekki er hvatt til þess að börn séu að hittast til að leika eða læra saman að óþörfu.

Mötuneytið hjá 7. - 10. bekk

Þar sem samkomubannið nær að mestu yfir næsta áskriftartímabil verða ekki sendir út greiðsluseðlar fyrir 7. - 10. bekk.

Vinasel - reikningar

Þó nokkrir hafa breytt vistun barna sinn meðan á samkomubanninu stendur og verða reikningar sendir út í samræmi við það. Fyrir ykkur hin sem eruð svo liðleg að taka börnin ykkar þegar þið getið þá munum við taka tillit til þess við þar næstu rukkun (1. maí).

Spurt og svarað: skólastarf á neyðarstigi almannavarna

Hér er leitast við að svara algengum spurningum um skólastarf, nú þegar í gildi eru takmarkanir á skólahaldi. Síða þessi verður uppfærð eins ört og kostur er.


Sjá einnig:

(English and polish translations will be available shortly).