Augnstýring í Klettaskóla

við höldum áfram og fögnum hverju skrefi

Tjáskiptaforrit

Búið er að uppfæra tjáskiptaforritið Tobii Communicator 4 yfir í númer 5. Með því eru allskyns skemmtileg verkefni auk þess sem aðgangur er að fjölbreyttum tjáskiptaborðum sem tilbúin eru fyrirfram. Þau er hægt að þýða og nota þegar búið er að aðlaga þau.
Communicator 5

Dæmi um setningar frá nemendum

Athugið að þegar smellt er á myndirnar þá stækka þær

My Gaze -augnstýribúnaður

Nú hefur My Gaze augnstýribúnaður verið settur upp í heimastofur nemenda sem eru að prófa sig áfram með búnaðinn. Þar munu þeir hafa greiðan aðgang að fjölbreyttum verkefnum og geta unnið hvenær sem tækifæri gefast. Leikir og tjáskiptaforrit eru notuð í bland því einnig er verið að þjálfa möguleika þeirra til afþreyingar.
Big image

Huga að lágtækni

Alltaf gera ráð fyrir hæfni

Lyklaborð er mikilvægt

Við notum lyklaborð með öllum nemendum. Við gefum þeim tækifæri til að búa til orð og styrkjum allt sem þeir skrifa. Alveg sama hvort úr verður orð, við hlustum og lesum upphátt. Við skiptumst á að skrifa orð en munum alltaf að hrósa fyrir að velja flotta stafi til að segja. Smám saman læra nemendur að stafirnir hafa þýðingu og geta sagt okkur ýmislegt.
Á Pagesetcentral er hægt að nálgast fjölbreytt verkefni. Meðal annars þetta þar sem nemendur búa til listaverk með augunum og nefnist það "Tobii Dynavox Jackson Pollock Painting"

Tengill að þessu verkefni er hér að ofan.

Big image
Málað með augum
Á Facebook er hópur sem kallast "Augnstýring á Íslandi" (tengill hér fyrir ofan). Þar er gagnlegt að vera með til að deila reynslu. Tölum saman um það sem gengur vel og það sem gengur ekki eins vel. Hjálpumst að, lærum og deilum hvert með öðru.