Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 11. febrúar

Þrátt fyrir ótal jákvæðar hliðar tækniframfara undanfarinna ára er þróunin ekki laus við áskoranir af ýmsu tagi. Gömul vandamál eins og einelti, fordómar, hatursorðræða og neikvæð samskipti hafa fundið sér nýjan farveg á netinu og geta dreifst víðar en áður. Þess vegna er afar mikilvæg að börn og ungmenni fái vandaða fræðslu og tækifæri til þess að ræða þessar skuggahliðar samtímans á yfirvegaðan hátt undir leiðsögn. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með netnotkun sinna barna og bendum á vefsíðu samtakanna Heimila og skóla. Í skólanum fá öll börn fræðslu um netöryggi og sérstök áhersla er lögð á fræðslu um stafræna borgaravitund á miðstigi.
Big picture

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Á bolludaginn, mánudaginn 15. febrúar, mega þeir sem vilja koma með bollu í nesti í skólann og á sprengidag, þriðjudaginn 16. febrúar, er saltkjöt og baunir í hádegismat.


Á öskudag, miðvikudaginn 17. febrúar, mega allir sem vilja mæta í grímubúning í skólann. Kennarar skipuleggja eitthvað skemmtilegt í stofum og einnig er smá skemtun í íþróttasal eða á Sólvöllum á ákveðnum tíma fyrir hvern árgang. Skóla lýkur eins og venjulega hjá 1. - 4. bekk kl. 13:40 og hjá 5. - 7. bekk kl. 14:20.

100 daga hátíðin

16. febrúar er 100 daga hátíðin í 1. bekk. Þá hafa börnin verið 100 daga í skólanum. Hátíðin er seinna á ferð en venjulega út af soltlu. Á hátíðinni er hefð fyrir því að börnin fagni með einhverju móti eins og að vinna með töluna 100 á fjölbreyttan og skapandi hátt og marseringu um skólann, sýna sig og sjá aðra.
Big picture

Vetrarleyfi 22. og 23. febrúar

Vetrarleyfi er í skólum Reykjavíkurborgar mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar.
Big picture