Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Samsöngur

Samsöngur er alla föstudaga kl. 8:40. Foreldrar eru ávallt velkomnir.
Big picture

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 11. febrúar

Big picture

Menntabúðir fyrir kennara og stuðningsfulltrúa

Vorið 2019 sóttu Vesturbæjarskóli, Ingunnarskóli og Selásskóli um styrk hjá Þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir samstarfsverkefni í tengslum við nýja menntastefnu: AUSTUR - VESTUR Sköpunar- og tæknismiðjur í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla.


Hugmyndin um sköpunarsmiðju byggir á eflingu sköpunar og hæfni 21. aldarinnar. Í sköpunarsmiðju hafa kennara og nemendur aðgang að margskonar efniviði og kennslugögnum sem auðveldar skólunum að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp með nýjum og skapandi leiðum. Í sköpunarsmiðju fá nemendur tækifæri til að uppgötva og nýta hæfileika sína betur í fjölbreyttum viðfangsefnum sem eykur færni þeirra og þjálfar í sjálfstæðri verkefnavinnu og lausnaleit.


Í febrúar verða haldnar þriðju menntabúðirnar sem sérstaklega eru skipulagðar fyrir kennara og stuðningsfulltrúa í tengslum við þetta verkefni.

Big picture

Milljarður rís - við tökum þátt í dansbyltingu gegn kynbundnu ofbeldi föstudaginn 14. febrúar

Við ætlum að dansa saman í Vesturbæjarskóla kl. 13:00 gegn kynbundnu ofbeldi og eru foreldrar velkomnir að dansa með okkur.


Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi. Á Íslandi er Milljarður rís haldinn í samstarfi við DJ Margeir og tónlistarhúsið Hörpu.


Frá upphafi hafa tugir þúsunda Íslendinga um allt land komið saman í hádeginu og látið dansgólf landsins hristast undan samtakamættinum. Milljarður rís er magnaður viðburður þar sem við mætum ofbeldi með samstöðu, baráttuanda og gleði.

Big picture

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur 24. - 26. febrúar

Á bolludaginn koma þeir sem vilja með bollu í nesti í skólann. Á sprengidag er hefð fyrir því að það séu saltkjöt og baunir í hádegismat. Á öskudag mæta allir í grímubúning í skólann. Kennarar skipuleggja eitthvað skemmtilegt í stofum og marserað er í íþróttasalnum. Skóladeginum lýkur eftir hádegismat hjá eldri börnunum í 5. - 7. bekk og 13:40 hjá 1. - 4. bekk.

Vetrarleyfi 28. febrúar til 2. mars

Vetrarleyfi er í skólum Reykjavíkurborgar frá föstudeginum 28. febrúar til mánudagsins 2. mars.
Big picture