Menntabúðir #Eymennt 6/8

í MA fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 16:20 - 18:00

Taktu tímann frá! Þetta verður eitthvað!

Að venju verða viðfangsefni menntabúðanna fjölbreytt og áhugaverð fyrir öll skólastig. Búðirnar verða haldnar Menntaskólanum á Akureyri fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 16:.20-18:00.


Dæmi um það sem kennarar ætla að deila með okkur:

Fyrir kennara sem eiga fullt af glærum og vilja nýta þær áfram eða jafnvel prófa vendikennslu: Power Point Mix og smáforritið Snip. og Nearpod


OneNote og OneNote Classroom fyrir þá sem vilja kynna sér reynslu MA í því.


Vilberg Helgason kynnir mögulega íþróttafjarkennslu með hjálp Zwift,


Ólafur Stefánsson kynnir hugmyndina á bakvið KeyWe smáforritið sem hann er að gera,


MSHA kynnir Osmo búnað fyrir iPad o.fl. o.fl. spennandi og skemmtilegt. Þú mátt gjarnan bætast í hóp þeirra sem deila með sér reynslu af tækni í skólastarfi í menntabúðunum.


Mikilvægt - Skráið þátttöku hér

Dagskrá

16:20 - 16:30 - Kvosin - Allir koma saman

16:40 - 17:10 - Menntabúðir - fyrri hluti

17:10 - 17:30 - Kvosin - kaffihlé

17:30 - 18:00 - Menntabúðir - seinni hluti

Hvað eru #Eymennt menntabúðir?

Menntabúðir #Eymennt eru styrktar af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og er samstarfsverkefni Hrafnagilsskóla, Brekkuskóla á Akureyri, Þelamerkurskóla og Dalvíkurskóla. Kennarar úr öðrum leik- og grunnskólum eru velkomnir að fylgja samstarfsskólunum fjórum eftir í þessari endurmenntunarvegferð.


Á núverandi skólaári er áætlað að halda átta menntabúðir, eina í hverjum mánuði.