Menntabúðir um stærðfræði

Mánudaginn 16. apríl kl. 15-17 á MVS HÍ v/Stakkahlíð í K103

FLÖTUR, SAMTÖK STÆRÐFRÆÐIKENNARA, RANNSÓKNARSTOFA UM STÆRÐFRÆÐIMENNTUN OG STÆRÐFRÆÐITORG

Spennandi vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á stærðfræðikennslu

Takið endilega þátt, fræðist og leyfið öðrum að njóta.

Allir velkomnir og kostar ekki neitt!

Nútíma starfsþróun

Í menntabúðum koma kennarar saman og deila hugmyndum hver með öðrum. Um er að ræða stuttar kynningar í litlum hópum. Ef þú vilt segja frá velheppnuðu verkefni, skemmtilegu smáforriti, gagnlegri vefsíðu, skemmtilegum leik, góðri grein sem þú hefur lesið eða einhverju öðru þá skaltu endilega skrá þig til leiks. Ekki þurfa allir að leggja fram efni í hvert sinn.
Meginmarkmið menntabúða er að:
- skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
- veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
- stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem hefur áhuga á stærðfræði
Á nýafstaðinni námstefnu Flatar kynntu fulltrúar norska stærðfræðisetursins skemmtilegar hugmyndir að nálgun og vinnu með stærðfræði. Nokkrir kennarar munu segja frá hvernig þeir hafa prófað hugmyndirnar í kennslu sinni.

​FYRIRSPURNIR MÁ SENDA Á: THORUNNJONA@KOPAVOGUR.IS OG MARGREB@HI.IS