VAL FYRIR VORÖNN 2020

VALTÍMABIL 24.10.-30.10. 2019

ÖFLUGUR FRAMHALDSSKÓLI Á VESTFJÖRÐUM

Val fyrir vorönn 2020

Kæru nemendur


Nú er komið að vali fyrir vorönn 2020. Hér fyrir neðan geturðu kynnt þér allt um valið en valið sjálft fer fram í gegnum INNU.


Allir nemendur í dagskóla sem ætla að halda áfram námi þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Ekkert val þýðir engin stundatafla! Nemendur þurfa að velja 2 áfanga í varaval.


Fjarnemendur sem ætla að halda áfram fjarnámi við skólann og borga fyrir fjarnámið geta líka valið áfanga.


Kynning á valinu verður í boði í fyrirlestrarsalnum, stofu 17, í upphafi fundartíma fimmtudaginn 24. október og í framhaldi verður boðið upp á aðstoð við valið. Nýnemar geta fengið aðstoð við valið í NÁSS1NN03 auk þess sem umsjónarkennarar geta aðstoðað. Allir nemendur geta auk þess fengið aðstoð við valið hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa. Hægt er að panta tíma hjá ritara.


Væntanleg útskriftarefni: Nemendur sem ætla að útskrifast í maí 2020 þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið.


Dagskólanemendur sem ætla ekki að vera við nám á haustönn þurfa að láta áfangastjóra vita (heidrun@misa.is)

Big picture
Big picture
Big picture

Nemendur á 1. ári

Nemendur á 2. ári

Nemendur á 3.-4. ári

Big picture