Hvalrekinn

Janúar 2020

Big picture

Er gulur nýja heitið á janúar?

Ágætu foreldrar,


Okkur langar að byrja á að óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi hafa allir haft það sem best í jólafríinu. Það er nú ekki hægt að segja annað en vindurinn hafi látið á sér kræla á Holtinu okkar undanfarið. Við höfum samt sloppið vel miðað við marga aðra staði á landinu.


Þá fer að styttast í námsviðtöl þar sem þið komið til með að fara yfir námslega stöðu með ykkar barni ásamt umsjónarkennara. Hvert ber að stefna?

Mikilvægt er að þið foreldrar gefið ykkur tíma til að líta yfir hæfnikortin með ykkar barni. Hæfnikortin eiga að gefa góða vísbendingu um hver staðan er í náminu. Hæfnikortin er að finna á vef Mentor eða í Mentorappinu sem margir foreldrar hafa þegar hlaðið í símana sína.

Það er mikilvægt að við vinnum saman að því að styðja hvern og einn nemanda til að gera hann sem sjálfstæðastan til að taka ábyrgð á sínu námi.


Fimmtudaginn 30. janúar verður nemendaviðtalsdagur þar sem foreldrar mæta með börnum sínum og fara m.a. yfir námslega stöðu. Nánar um skráningu á tíma hér fyrir neðan.


Njótum þess að eiga stundir saman.


Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.

Námsmat í janúar - leiðbeiningar fyrir foreldra

Hér má nálgast glærur varðandi stöðumatið sem fram fer 30. janúar.


Skipulagsdagur

Mánudaginn 20. janúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Einnig er lokað í frístundaheimilinu Holtaseli þar sem þetta er annar af tveimur skipulagsdögum skólaársins fyrir Holtasel.


There will be no school for students on Monday the 20th of January as it is an inservice day for teachers and staff. Holtasel is also closed on that day.

Námsviðtöl 30. janúar

Námsviðtöl verða fimmtudaginn 30. janúar. Þriðjudaginn 21. janúar verður opnað fyrir skráningu í Mentor þar sem þið getið valið ykkur tíma sem lausir eru og hentar ykkur best. Síðasti dagur skráningar er mánudagurinn 27. janúar.

Þeir foreldrar sem þurfa á túlkaþjónustu að halda geta ekki valið sér tíma heldur hefur þeim verið úthlutaðir tímar sem raðaðir eru upp fyrir túlkaþjónustuna.

Ef þið hafið einhverjar óskir fram að færa eða athugasemdir, þá er ykkur velkomið að koma þeim á framfæri við okkur á skrifstofuna og við munum sjá hvort hægt sé að bæta úr eða koma þeim áleiðis til umsjónarkennara barnanna.


Parent-teacher meetings will take place on Thursday 30th January.

Parents will be able to book their preferred time on Mentor. Registration is open from Wednesday 21st January until Monday 27th January.

Those parents who require an interpreter will be unable to book their own appointment, they will be sent an appointment time for when the interpreter is available.

If you have any queries or comments, please do not hesitate to stop by reception and we will do our best to help.

Here is the link to Youtube for instructions on how to book an appointment.

Námskeið í Mentor

Átt þú í vandræðum með að skoða námsmatið á Mentor þrátt fyrir glærurnar sem eru hér fyrir ofan? Þá ætlum við að bjóða þeim foreldrum að koma í skólann á námskeið og við leiðbeinum þeim með Mentor. Þeir foreldrar sem vilja og hafa tök á að mæta á námskeið vinsamlegast skrái sig hér fyrir föstudaginn 24. janúar en námskeiðið verður mánudaginn 27. janúar kl. 17:15 - 18:15.

Fréttir frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Hvaleyraskóla hefur ákveðið að styrkja bekkjatengla fyrsta til fimmta bekkjar um hámark 5.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem koma þarf fram nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekkjunum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjatengils. Gefum okkur um viku til að endurgreiða útlagðan kostnað.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Myndir eftir nemendur í 9. bekk

Big picture

Á döfinni

 • Skólapúlsinn – úrtak nemenda.
 • Danskeppni Samfés þann 31. janúar.
 • 100 miða leikurinn, 3. - 14. febrúar.
 • Bekkjarkeppni í stóru upplestrarkeppninni verður 5. febr. hjá 7. SL og 7. febr. hjá 7. SA.
 • Miðvikudaginn 5. febrúar kemur Jón Ragnar Jónsson í heimsókn til nemenda í 8. bekk.
 • Grunnskólahátíðin, 5. febrúar fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.
 • Dagur stærðfræðinnar er 7. febrúar.
 • Þriðjudaginn 11. febrúar er könnunin Ungt fólk 2020 lögð fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.
 • 11. febrúar er kynning á framhaldsskólunum sem verður í Tækniskólanum í Hafnarfirði, fyrir nemendur í 10. bekk.
 • 100 miða veisla verður 18. febrúar.
 • Sameiginlegur skipulagsdagur í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar miðvikudaginn 19. febrúar.
 • Vetrarfrí 20. og 21. febrúar.
 • Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur eru 24. - 26. febrúar.
 • Samræmd könnunarpróf í 9. bekk 10. - 12. mars.

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.