Fréttir úr skólanum

6. nóvember 2020

Kæru nemendur, foreldrar og starfsmenn

Að lokinni þessari fyrstu viku í með hertum samkomutakmörkunum vil ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar framlag. Skólastarfið hefur gengið afskaplega vel og allir lagt sitt af mörkum við að láta hlutina ganga upp. Á mánudag er skipulagsdagur í skólanum og því bara 6 dagar eftir þar til samkomutakmörkunum verður aflétt að því undangengnu að dregið hafi verulega úr smitum.


Annars er fréttabréfið stutt í dag einungis þessar þakkir og svo tvær ábendingar sem komu fram á skólaráðsfundi í morgun. Sú fyrri snýr að umferðaröngþveiti við Hafnarskóla og sú síðari að endurskinsmerkjum og ljósum á hjól.

Umferðaröngþveiti við Hafnarskóla

Nú er aðeins farið að bera á umferðaröngþveiti við Hafnarskóla og því minnum við á að skólabílarnir fara upp á rampinn en einkabílar fyrir neðan hann. Mikilvægt er að einkabílar fari eins langt og þeir komast, jafnvel alveg að nyrðri innganginum þó börnin séu að fara út sunnan megin. Þá komast fleiri að í einu og það myndast minni teppa á Svalbarðinu.
Big picture