
Upplýsingaver Garðaskóla
♥️♥️♥️ hjarta skólans ♥️♥️♥️
Nýjar bækur!
Skólaslit
Það er 31. október. Hrekkjavaka. Allir veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í draghöltum uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Og hvernig geta krakkarnir sem enn eru ekki orðnir að skrímslum komist lifandi út úr skólanum?
Loveless
It was all sinking in. I’d never had a crush on anyone. No boys, no girls, not a single person I had ever met. What did that mean?
Drottningin á júpiter
Drottningin á Júpíter segir frá Elenóru Margréti Lísudóttur og helstu áhrifavöldum í lífi hennar: móðurinni Lísu sem dó úr depurð, sirkússtjóranum Lilla Löve, hinni dularfullu Mónu og lækninum í Vesturbænum, Benedikt Schneider.
14. október var Bleikur dagur á safninu :)
Bleikum bókum var stillt upp í tilefni dagsins. Einnig voru sérmerkt bókamerki í boði.
Spakmæli
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Robert F. Kennedy
HVAÐ ER BREAKOUT?
Upplýsingaverið er komið með Breakout EDU kassa sem við skárum út í FabLab.
Breakout Edu svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út. Nú eru lásar á leiðinni til landsins frá Aliexpress og erum við núna að útbúa leiki sem verða í boði. Auglýst verður á safninu hvenær nemendur geta spreytt sig í þessu.Málsháttur
Lærðu af nýjum bókum en gömlum kennurum :)
Nýtt í boði á safninu! Hönnunarklúbburinn
Lærðu að útbúa texta og myndir í vektorforritinu Inkscape og skera út í vínilskerara. Einnig förum við í að hanna hluti fyrir þrívíddarprentarann. Notum þá forritin www.tinkercad.com og www.sketchup.com. Skráning fer fram á bókasafninu. Hittumst aðra hvora viku í Tvistinum og Þristinum á fimmtudögum kl. 14:20-15:40 dagana 17. nóvember, 1. desember og 15. desember. Ath. hámarksfjöldi nemenda er 10. Fyrstur skráir sig fyrstur fær. Á næstu önn verður farið í FabLab og skorið út í við og plexigler. Upplagt að læra að útbúa eigin skartgripi! Inkscape er frítt forrit og hægt er að sækja það hér: www.inkscape.org
Ný bókamerki á bókasafninu
Hrekkjavaka 2022
Hrekkjavakan fór fram í Upplýsingaverinu mánudagin 31. október síðastliðinn. Skólasafnið var skreytt í tilefni dagsins og bækur tengdar hrekkjavökunni voru til sýnis. Sumir starfsmenn voru klæddir í búning í tilefni dagsins.
Skólareglur í upplýsingaverinu
Nemendur geyma síma sína í vasanum, ganga hljóðlega um og ganga frá eftir sig.
Bakteríur í Upplýsingaverinu
Um daginn komu nemendur í náttúrufræði í 8. bekk og tóku sýni af lyklaborði á skólasafninu. Niðurstöður komu svo viku síðar og þær voru heldur betur sláandi, sjá mynd hér að neðan. Hver punktur getur verið nokkur hundruð þúsund bakteríur :) Þær voru reyndar búnar að fá að fjölga sér í næringargeli í heila viku :) Þannig að krakkar munið að þrífa lyklaborðið og músina ykkar heima reglulega svo ekki sé talað um símana ykkar :)
Fréttabréf Upplýsingavers 2022-23
Opnunartími:
Mán. 8:10-15:30
Þriðjudaga: 8:10-14:30
Miðvikudaga: 8:10-15:30
Fimmtudaga 8:10-15:30
Föstudaga: 8:10-14:30
Email: gardaskoli@gardaskoli.is
Website: www.gardaskoli.is
Location: Vífilstaðavegi
Phone: 590 2500
Facebook: https://www.facebook.com/profile.php?id=100054648660252