Snyrtistofa Ágústu

Himisgötu 2a 900 Vestmannaeyjum

LÁTTU DEKRA VIÐ FÆTUR ÞÍNAR

Fótsnyrting

Góðir fætur eru grundvöllur góðrar líðanar. Vel snyrtir fætur láta fólki líða vel, ekki síst konum, sem frekar flíka fótum sínum á almannafæri.


Neglur eru klipptar og þjalaðar, naglabönd snyrt og hörð húð er fjarlægð. Einnig veitum við gott fótanudd og lökkum neglur með glæru lakki eða lituðu.

Vel hirtir fætur - betri vellíðan!

Sumarið er ekki búið. Allur ágústmánuður er eftir og því tilvalið að láta það eftir sér að dekra við fæturna og leyfa vel hirtum fótum með fallegu naglalakki að njóta sín í opnum skóm.