Fréttakorn

Fréttabréf starfsmanna Oddeyrarskóla, nóvember, vika 46

Frá stjórnendum

Heilsunefnd! Kærar þakkir fyrir góða heilsuviku :) Það er einstaklega skemmtilegt þegar einhverjir taka sig til og gera umhverfið okkar fallegra, dekra við okkur og minna okkur á að sinna eigin heilsu hvort sem er líkamlegri eða andlegri. Það var virkilega ánægjulegt að fá þær stöllur úr Giljaskóla til að fræða okkur um núvitund. Þar sem skólastjórinn var á fundi úti í sveit missti hún af herlegheitunum, en veitir vafalaust ekki af því að fara á almennilegt núvitundarnámskeið!

Framundan eru breytingar í starfsmannahópnum. Kiddi okkar fer í veikindaleyfi frá og með næsta mánudegi og mun Sigfríð leysa hann af sem umsjónarmaður húss. Við bjóðum hana velkomna til baka í nýtt starf!

Framundan er annasöm en jafnframt vonandi lærdómsrík og skemmtileg vika. Aðeins tveir kennsludagar og svo nemenda- og foreldraviðtöl og loks námsferðin sem ferðanefndin hefur lagt kapp á að undirbúa sem best. Við vonum sannarlega að allir njóti samverunnar og skólaheimsóknanna og það verður spennandi að heyra í fólki að þeim loknum.

Á stsarfsmannafundi miðvikudaginn 25. nóvember verður unnið mat á ferðinni. UT teymið verður með innlegg á kennarafundi þann dag og svo verða stigsfundir nýttir í að ræða helstu niðurstöður viðtala og skoða niðurstöður samræmdra prófa (amk. á unglingastigi).

Næsti skólaráðsfundur verður haldinn þriðjudaginn 24. nóvember en á dagskrá þess fundar er umfjöllun um niðurstöður skólapúlsins og kynning á hugmyndafræði heilsueflandi grunnskóla.