Fréttabréf Borgaskóla
3. tbl.
Fréttir úr Borgaskóla
6. bekkur í heimsókn í Perluna
Báðir 6. bekkir fóru í Perluna þann 27. janúar. Nemendur skoðuðu sýningarnar Kraftur náttúrunnar, Jöklar og íshellir, Látrabjarg og Vatnið í náttúru Íslands. Þau unnu verkefni tengd þessum sýningum og fengu leiðsögn.
Öskudagur
Fréttir frá 1. bekk
Í febrúar héldu nemendur upp á þann áfanga að hafa verið í 100 daga í skólanum. Í tilefni dagsins unnu þau skemmtileg verkefni tengd tölunni 100 og útbjuggu kórónur.
Góðverk í 5. bekk
Í janúar var farið í lífsleikniátak með árganginn sem var mjög gaman og gefandi. Í byrjun janúar skrifuðu allir nemendur í 5. bekk hugmynd að góðverki á miða sem var svo geymdur á góðum stað. Á síðasta degi átaksins þann 4. febrúar drógu allir miða með hugmynd úr kassanum sem var síðan framkvæmd heima þá helgi. Allir tóku þátt og var mikil gleði að segja frá eftir helgina. Nemendur sendu kennurum myndir af góðverkinu í framkvæmd.


Farfuglarnir bíða komu vorsins. Þessa fugla hönnuðu 4. bekkingar í myndmennt og næsta skref var að skapa á þá fætur.

Nemendaþing í Borgaskóla
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk hófst veturinn 1996 – 1997 í Hafnarfirði og hefur verið haldin síðan víða um land. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, ár hvert og lýkur í mars með úrslitakeppni.
Þann 9. mars sl. tóku tíu nemendur þátt í keppninni í Borgaskóla, þeir lásu valda kafla úr skáldsögunum Þín eigin þjóðsaga og Stormsker eftir verðlaunahöfundana Ævar Þór Benediktsson og Birki Blæ Ingólfsson. Einnig lásu keppendur tvö ljóð hver, annars vegar eftir valda höfunda og hins vegar ljóð að eigin vali. Keppendur stóðu sig mjög vel og voru dómarar ekki öfundsverðir af því að velja þrjá vinningshafa úr hópnum. Það voru þau Inga María Arnardóttir og Patrik Nökkvi Pétursson sem unnu að þessu sinni og Tómas Aris Dimitropoulos er varamaður. Þau eru öll verðugir fulltrúar okkar til að taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í Grafarvogskirkju þann 15. mars. nk. Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með góða frammistöðu.