HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 27. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 11. APRÍL - 17. APRÍL

MÁNUDAGUR 11. APRÍL

Nemendaverndaráðsfundur í Bs kl. 8:30

Þorgrímur Þráinsson fundar með nemendum í 10. bekk og miðstigi.


ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL

Deildarfundir í báðum húsum kl. 14:30


MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL

Stærðfræðinámskeið í BS kl. 13:00 - 16:00.


FIMMTUDAGUR 14. APRÍL

Stjórnendafundur kl. 14:45


FÖSTUDAGUR 15. APRÍL

Söngur á göngum í Hs kl. 8:10

Takk fyrir góða viku

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 4. JA

Barnaskóli 9. HJ

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Allt um nýtt námsmat á þessari slóð: http://vefir.nams.is/namsmat/index.html
 • Stærðfræðinámskeið fyrir kennara sem eru að kenna á unglingastigi og þá sem hafa eða munu kenna á því stigi verður í Bs miðvikudaginn 13. aprílkl kl.13:00 - 16:00. Þeir sem kenna stærðfræði og hafa áhuga að vera með eru líka velkomnir. Kennari Þóra Þórðardóttir framhaldsskólakennari.
 • Söngur á göngum í Hs kl. 8:10 föstudaginn 15. apríl. Búið að senda texta á alla umsjónarkennara.
 • Skóladagur Barnaskólans verður 20. apríl.
 • Skóladagur Hamarsskóla verður 4. maí
 • Fjölgreindarleikar á mið- og yngstastigi verða 1. og 2. júní.
 • Allt starfsfólk á mið- og yngstastigi er hvatt til að horfa á youtubemyndböndin frá Vogaskóla til að kynna sér hvernig þessir leikar fara fram. Hér eru linkarnir https://www.youtube.com/watch?v=acXY8JdTR7E - https://www.youtube.com/watch?v=4shl5kPhEnc

Tilkynningar !!


 • Í þessari viku á að vera fagfundur í náttúrufræði, fagstjóri boðar til hans.

 • Þorgrímur Þráinsson fundar með nemendum í 10. bekk og miðstigi mánudaginn 11. apríl. 6. bekkur 8-8:40, 7. bekkur 9-9:40 og 10. bekkur 10:20-12:00

 • Námskeið/fyrirlestur fyrir kennara verður þriðjudaginn 26. apríl kl.13:00 - 16:00 í Hs. Sigríður Ólafsdóttir kennari/doktor mun kynna rannsókn sína á Þróun orðaforða og lesskilingi íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku og Hulda Karen Daníelsdóttir, verefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða verður með vinnusmiðjur fyrir kennara.

 • Kennarar og nemendur í 5. bekk eru byrjaðir að undirbúa hlutaveltuna fyrir skóladaginn, ef starfsfólk þarf að losa sig við eigulega hluti þá eru þeir vel þegnir.

 • Aðstoð við heimalestur og heimanám erlendra nemenda er á Bókasafni Vestmannaeyja, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:15 - 17:15. Kennarar eru beðnir um að hvetja sína nemendur til að nota sér þessa aðstoð. Drífa Þöll sér um þetta verkefni en það eru sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum ásamt nemendum úr FÍV sem sjá um að láta nemendurna lesa.

 • Menntaspjall á Twitter: http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ annan hvern sunnudag. Oft mjög áhugaverðar umræður.

Afmælisbörn næstu tvær vikur:

Elísa Sigurðar 11. apríl

Vera Björk 12. apríl
Anna Einarsd. 13. apríl

Hrós vikunnar fá

Þeir kennarar sem komu að valgreinakynningunni, þetta var vel gert og gekk rosalega vel:)

Gáta vikunnar

Þetta della algjör er,
efni´í kirkjubjöllum,
við stjórnir gerir stundum her, (sögn í nafnh.)

sterk er oft í veggjum hér.


Svar við síðustu gátu

Gráni

3. lína - latínugráni

Spakmæli vikunnar

Lífið er eins og rjómaísinn. Njóttu þess á meðan þú getur áður en það rennur út.

Eggja -og beikonmúffur

Uppskrift (passar í eitt möffinsform sem tekur 24 mínímúffur eða form sem tekur 12 venjulegar múffur):

 • 10 egg
 • 150 g rifinn ostur (ég notaði mozzarella)
 • 3/4 dl rjómi
 • ca 140 gr beikon
 • sléttblaða steinselja, skorin smátt (ég notaði ca. 1 dl), líka hægt að nota graslauk
 • salt og grófmalaður svartur pipar
 • það er hægt að bæta við öðrum hráefnum eftir smekk, t.s. spínati, eins er hægt að gera múffurnar meira „spicy“ með t.d. með því að krydda þær með chiliflögum.

Ofn er hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Beikonið er steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt, þá er það skorið í litla bita. Eggin er þeytt létt saman í skál. Því næst er rifna ostinum, rjómanum, steinseljunni og kryddinu bætt út í. Blöndunni er því næst ausið með skeið ofan í möffinsformið. Gæta þarf að fara vel ofan í botninn á skálinni með skeiðinni og þannig sjá til þess að beikonið og osturinn dreifist jafnt ofan í hvert hólf. Best er að sléttfylla hólfin. Þá eru múffurnar bakaðar við 180 gráður í 15 mínútur. Á meðan bakstri stendur rísa múffurnar vel upp úr forminu en falla síðan dálítið niður eftir að þær eru teknar út

Skemmtilegt video sem Guðbjörg gerði þegar fulltrúar Fjármálavits komu með kynningu fyrir 10. bekk