LÍFF3ÖV05

Örverufræði

Áfangalýsing

Í áfanganum er farið í grunnatriði örverufræði og staða örverufræðinnar innan náttúrufræðinnar skoðuð. Farið verður yfir flokkun örvera og einkenni í lífsstarfsemi þeirra s.s. æxlun og dreifingu. Helstu flokkar dreifkjörnunga eru kynntir. Frumatriði í veirufræði, s.s. staða veira í lífheiminum, gerð, fjölgun, áhrif veira á hýsla. Flokkun sveppa og dæmi um frumdýr og lífsferlar beggja hópa. Nemendur læra um mikilvægi örvera í náttúrulegum vistkerfum og notkun þeirra í iðnaði, rannsóknum og til lækninga. Gerð verður grein fyrri tjóni sem örverur valda mönnum (sjúkdómar) og umhverfi þeirra og mögulegum vörnum. Nemandinn kynnist vinnubrögðum á rannsóknarstofu eins og að vinna sterilt (dauðhreinsað), rækta og lita örverur og greina þær í smásjá. Sérstök áhersla er lögð á að tengja daglegt líf og umhverfi nemenda við námsefni örverufræðinnar ásamt nýjustu þekkingu á stofnum samkvæmt erfðaefni örveranna.


Áfanginn byggir á fjölda fjölbreyttra verkefna sem unnin eru í leiðsagnarnámi, tímaverkefi (ýmis styttri verkefni), verklegar æfingar og umræðutímar. Lögð er áhersla á að nemendur vinni saman að öflun nýrra upplýsinga sem tengjast námsefni áfangans.