Fréttamolar úr MS

24. nóvember 2021

Hraðpróf vegna viðburða í vikunni

Tveir viðburðir eru fyrirhugaðir í vikunni sem vegna fjöldatakmarkana krefjast hraðprófa:


  • Pöbbkviss miðvikudag kl. 20:00 (í kvöld)
  • Hádegisstuð með Páli Óskari fimmtudag 25.11 í hádeginu


Athugið að hraðpróf gilda í 48 klst. og eru þátttakendum að endurgjaldslausu.


Til að komast inn í Holt (og þar með mötuneytið) á meðan þessir viðburðir standa yfir þarf að sýna staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu hraðprófs. Nemendur sem kjósa að sleppa hraðprófi þurfa því að koma með nesti með sér í skólann á fimmtudag.

Veikindaskráningar

Reglur um veikindaskráningar hafa verið uppfærðar á heimasíðu skólans og líta nú svo út:


Veikindi eru skráð samdægurs, rafrænt í gegnum Innu (Inna.is).


Ekki er hægt að skrá veikindi afturvirkt (ný regla frá 22.11.2021).


Forsjárfólk þarf að skrá veikindi nemenda undir 18 ára aldri. Nemendur sem eru 18 ára og eldri skrá veikindi sjálfir.


Fari veikindastundir yfir 70 tíma á önn verður nemandi /forráðafólk að gera námsráðgjafa grein fyrir veikindunum og útvega langtímavottorð hjá lækni sé um þess konar veikindi að ræða. Nemendur með langtímavottorð fá þá sérstaka meðhöndlun vegna verkefnaskila ef það er hægt en úrlausn er alltaf háð námsmati í áfanga.


Nemandi sem þarf að sinna heilsutengdum þáttum á skólatíma (s.s. tannlækni, sjúkraþjálfun, kírópraktor) getur óskað eftir leyfi í einstaka kennslustundum, mikilvægt er að skrá skýringu á leyfisbeiðni – sjá leiðbeiningar um leyfisumsóknir hér fyrir neðan.

Big picture

Sóttvarnaráðstafanir - hjálpumst öll að!

Í gildi eru nú 50 manna fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaráðstafana.


Við þurfum öll að hjálpast að:

  • Virðum fjöldatakmarkanir
  • Gætum að persónulegum sóttvörnum (handþvottur, nota grímurnar rétt og sótthreinsa vinnustöðvar)
  • Verum heima ef um veikindaeinkenni er að ræða sem geta bent til smits


Leggjumst öll á eitt við að draga úr smitum í samfélaginu fyrir jólin!

Big picture

Úrsagnir úr áföngum

Nemendur geta sagt sig úr einstaka áföngum á skrifstofu skólans eða gegnum netfangið unnursig@msund.is til kl 15 föstudaginn 26. nóvember.

Raunmætingareinkunn felld úr gildi á vetrarönn

Raunmætingareinkunn hefur verið felld úr gildi á vetrarönn vegna aðstæðna í samfélaginu.


Við hvetjum nemendur engu að síður til að mæta vel í kennslustundir ef ekki er um veikindi, smitgát, sóttkví eða einangrun að ræða. Því staðreyndin er sú að sterk tengsl eru á milli mætingar og árangurs í námi.

Tilvitnun um lífið

Lífið getur leikið okkur grátt eða okkur finnst allt vera á móti okkur. Dóra sagði okkur að halda bara áfram að synda, það mun birta til!
Big picture