Fréttabréf Engidalsskóla feb. 2021

Ábyrgð - Virðing - Vinátta

Fréttir af skólastarfi í Engidalsskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn


Hér gefur að líta fyrsta fréttabréf skólans. Við stefnum á að gefa út fréttabréf í byrjun hvers mánaðar, með helstu upplýsingum úr skólastarfinu í máli og myndum. Við munum líka nota tækifærið og kynna SMT reglur mánaðarins og biðjum við ykkur að fara yfir þær með börnum ykkar.

Við hlökkum til að takast á við vorönnina og er fullt af skemmtilegum verkefnum framundan.

Lestur er bestur

Bókasafn skólans hefur tekið miklum breytingum og er nú aðgengilegt nemendum á hverjum degi. Við erum svo lánsöm að fá til okkar bókasafnsfræðing og aðstoðar hún nemendur og kennara við val á bókum. Bókakostur safnsins hefur aukist verulega og er nú fjölbreyttara úrval af bókum fyrir nemendur á öllum aldri. Ef þið eigið nýlegar barnabækur sem þið viljið losa ykkur við tekur skólinn glaður við þeim.

Í síðasta lestrarátaki voru nemendur duglegir að lesa og söfnuðu nokkrum kílóum af poppbaunum. Það er gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir að lesa og skilar það sér í bættum árangri m.a. á lesfimiprófum. Í prófinu í september lásu nemendur skólans samtals 13.161 orða á mínútu og í janúar lásu nemendur samtals 16.544 orða á mínútu, sem er bæting um 3.383 orð.

Við getum verið sátt, því að nemendur eru yfir landsmeðaltali á lesfimiprófi í janúar í öllum árgöngum nema einum. Við höfum sett markið hátt og stefnum á að gera enn betur á lesfimiprófinu í maí. Því hvetjum við ykkur til að halda áfram að vera dugleg að hvetja börnin til heimalesturs og kvitta fyrir fimm sinnum í viku. Hér fyrir neðan eru gagnlegir vefir sem gott er að nota til að þjálfa lesturinn.

Netöryggi. Hvað er barnið þitt að gera á netinu?

Á heimasíðuskólans er frétt um Alþjóðlega netöryggisdaginn. Þar er að finna ýmsar upplýsingar sem eru gagnlegar fyrir foreldra hvað varðar netöryggi barna og unglinga.

Að gefnu tilefni viljum við benda á síðu sem heitir Netöryggi og er linkur á hana inn á heimasíðu skólans.

Áhugasamir nemendur að vinna með Osmo

Smellið hér til að sjá myndband.

Landnámssýning

5. bekkur fór í heimskókn á Landnámssýninguna í janúar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Heimsókn til Veraldarvina.

4. bekkur fór í heimsókn til Veraldarvina og skoðuðum hvað hefur rekið á fjörur á Ströndum.

(sjá myndir hér fyrir neðan)

Myndmennt

Kolateikningar unnar af nemendum í 6.bekk.

Portrettmyndirnar eru teiknaðar með frjálsri, óslitinni línu og síðan málaðar með vatnslit.

SMT reglur mánaðarins

Almenn svæði og skólalóð


Almenn svæði:


Ábyrgð

 • Göngum hægra megin.
 • Verum í röð.
 • Skór í skóhillur.
 • Boltar á leikvöllum.
 • Gos, tyggjó og sælgæti óheimilt.


Virðing

 • Myndatökur óheimilar í skólanum neman með sértstöku leyfi.Skólalóð:


Ábyrgð

 • Verum á skólalóð á skólatíma.
 • Höldum friðinn.
 • Leitum aðstoðar ef með þarf.
 • Göngum vel um tækin.
 • Hjól í hjólagrindur.
 • Förum inn þegar frímínútur eru búnar.Virðing

 • Allir mega verða með
 • Höldum skólalóð snyrtilegri