SAGA3GA05

Galdrar frá örófi alda til Harry Potter

Valáfangi

Undanfari: SAGA2FR05Markmiðið er að skoða hugmyndir um galdur og galdra fá upphafi tímans og fram til nútímans. Hugtakið galdur verður krufið, hvernig hann birtist á ólíkum tímum í ólíkum samfélögum. Galdrar verður skoðaðir m.a. út frá trúarhugmyndum, þjóðtrú, lækningum, hversdagslífi og afþreyingu. Galdraofsóknir fyrri tíma verða skoðaðar , ástæður þeirra og rýnt í mögulegar skýringar. Ýmis viðhorf til galdra í nútímanum verður könnað og hvernig hugmyndin um galdra hefur breyst, þ.e. frá því að galdrar voru álitnir hættulegt og eyðandi fyrirbæri yfir í að verða hluti af afþreyingar- og skemmtanaiðnaði dagsins í dag. Rannsóknir í mannfræði, sagnfræði, þjóðfræði og félagsfræði verða lagðar til grundvallar. Einnig bókmenntir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir.