
Fréttamolar úr MS
14. október 2022
- 17. - 19. október: Haustfrí
- 20. október - fimmtudagur: Matsdagur
- 21. október - föstudagur: Matsdagur
Hér er hlekkur á skóladagatal MS.
Góðgerðavika SMS
Góðgerðaviku Skólafélagsins lýkur í dag. Í góðgerðavikunni hafa nemendur safnað áheitum með ýmsum gjörningum og rennur allur ágóðinn til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Meðal annars hafa nemendur kastað rjómatertum framan í kennara, hjólað til Hveragerðis og tilbaka, farið í pílukast, klippt hár, ferðast um á línuskautum og haldið góðgerðabingó.
Heilmikið hefur safnast en enn má heita á nemendur og styrkja um leið Neistann með því að leggja in á reikning skólafélagsins, 0338-26-570489 kt 570489-1199 með skýringunni Neistinn.
'85 ballið 2. nóvember
Þann 2. nóvember heldur SMS hið margrómaða 85 ball. Miðasala mun hefjast fyrir MS-inga strax eftir haustfrí - fylgist með á miðlum nemendafélagsins.
Í MS er starfsrækt foreldraráð sem gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að samstarfi heimila og skóla. Foreldraráð heldur einnig úti foreldrarölti á böllum sem er mikið öryggisatriði. Foreldraráð er með Facebook síðu sem við hvetjum allt forsjárfólk til að skrá sig í.
Tilkynningahnappur á heimasíðu skólans
Hnappur fyrir tilkynningar og ábendingar hefur verið settur á forsíðu heimasíðu skólans.
Þarna er að finna rafræn skjöl til að senda tilkynningar, ábendingar, kvartanir og hrós.
- Tilkynning um einelti, áreitni eða ofbeldi
- Ábending, kvörtun eða hrós
- Atvikaskráning
- Jafnlaunakerfi - form fyrir ábendingar og kvartanir
Viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi
Undanfarið hafa nemendur í framhaldsskólum landsins kallað eftir skýrum leiðum til að tilkynna um ofbeldi og til að fá stuðning.
Neyðarlínan hefur þróað 112 app sem er auðvelt að nota og tengir beint við ofbeldisgátt Neyðarlínunnar. Þar er hægt að fá samband við neyðarvörð í gegnum netspjall, auk þess að það er tenging við netspjall hjálparsíma Rauða krossins 1717 og hjúkrunarfræðings hjá Heilsuveru. Á ofbeldisgáttinni er mikið af upplýsingum um birtingarmyndir ofbeldis og þau úrræði sem eru til staðar, sbr. t.d. Fyrir unglinga (112.is)
Neyðarlínan tekur við tilkynningum til barnaverndar og lögreglu í gegnum 112 símanúmerið, netspjallið og í gegnum 112 appið
Hægt er að hlaða niður 112 appinu:
Á Google Play 112 Neyðarlínan - Apps on Google Play
Á Apple store 112 Neyðarlínan on the App Store (apple.com)
Við hvetjum alla til að hlaða niður 112 appinu og kynna sér efnið inn á ofbeldisgátt 112.is.