Beyonce

Beyoncé Giselle Knowles-Carter

Um Beyoncé

  • Beyoncé er söngkona og leikkona sem fæddist 4. september 1981. Hún var fædd í Houston, Texas í Bandaríkjunum. Núna býr hún í rosa stóru einbýlishúsi. Hún keppti í dans- og söngkeppnum þegar hún var lítil, varð fræg um 1990 og varð aðalsöngkona í R&B - Destiny's Child. Hún á barn sem heitir Blue Ivy Carter. Hún giftist rapparanum Jay Z 2008 og hafa verið gift síðan. Blue Ivy Carter fæddist í janúar 2012. Hún á systur sem heitir Solange Knowles. Pabbi Beyonce heitir Mathew og mamma hennar Tina. Tina fæddist 4. janúar 1954. Hún fæddist Louisiana, dóttir Agnés Dereon og Lumis Albert Beyincé. Hún gerðist búningahönnuður fyrir Destiny's Child. Hún skildi við manninn sinn Mathew Knowles árið 2013 eftir að hann hélt framhjá með Alexsandra Wright árið 2011. Mathew fæddist 9. janúar 1952. Hann var alinn upp í Gadsden, Alabama. Hann byrjaði allra fyrst í einhverri skrifstofuvinnu þegar hann var ungur en eftir það þá gerðist hann framleiðandi og gerði t.d. Beyoncé, Solange o.fl fræg. Solange fæddist 24. júní 1986. Hún er Amerísk söngkona, lagahöfundur og módel.

Ferillinn

Beyoncé byrjaði að syngja sjö ára. Hún keppti í u.þ.b. 30 keppnum í dansi og söng. Hún fór í sönghóp með frænku sinni Kelly Rowland og bekkjasystrum sínum, LaTavia Roberson og LeToya Luckett. Pabbi Beyoncé og verndari Rowland gerðist umboðsmaður stelpnanna. Hún og vinkonur hennar voru í Destiny's Child. Hún byrjaði í sóló um 2003 og gaf frá sér sólóplötuna þá sem heitir Dangerously in love. Árið 2006 gaf hún frá sér aðra plötu, B'day. Hún hefur sungið mörg lög eins og t.d. Crazy in love með Jay Z. Hún hefur leikið í nokkrum myndum eins og Dreamgirls og Austin Powers.
Beyonce~ Drunk In Love Ft. Jay Z ( lyrics)

jellypuri

Drunk In Love (Ft. Jay Z) by jellypuri