Tíðindi frá Hólabrekkuskóla
21. apríl 2023
Á döfinni
Umhverfisdagur 25. apríl
Umhverfisdagur verður haldinn 25. apríl í Hólabrekkuskóla. Þá ætlum við út með alla nemendur skólans og plokka í hverfinu okkar.
Verkalýðsdagurinn 1. maí
1. maí nk. er verkalýðsdagurinn og er það frídagur.
Samstarfsdagur 10. maí
10. maí nk. er samstarfsdagur í skólanum og fellur kennsla niður þann daginn.
Pangea stærðfræðikeppnin í 8. og 9. bekk
Töluverður hópur nemenda í 8. og 9. bekk komst í undankeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fyrr í vor. Um síðustu helgi kepptu svo Magnús í 8. bekk og Dunja í 9. bekk í úrslitakeppninni og stóðu þau sig bæði með mikilli prýði. Við erum einstaklega stolt af fulltrúum okkar í keppninni.
Bókabrölt í Breiðholti
Við minnum á Bókabrölt í Breiðholti, gamalt og gott verkefni sem er ennþá í gangi. Bókabröltið er vettvangur þar sem hægt er að skiptast á bókum á þann einfalda hátt að viðkomandi setur bók í bókahillu og tekur aðra bók sem áhugi er fyrir að lesa. Bókahillurnar hafa verið á eftirfarandi stöðum:
- Mjóddinni
- Hólagarði
- Iceland á Seljabraut
- ÍR heimilinu
- Breiðholtslauginni
Facebook síða bókabröltsins er https://www.facebook.com/bokabrolt/
Barnamenningahátíð í vikunni
Í vikunni hefur barnamenningahátíð verið haldið hátíðleg í Reykjavík og hátíðin því litað starfsemina í nokkrum árgöngum skólans. Á miðvikudaginn hélt sameinaður kór Fellaskóla og Hólabrekkuskóla tónleika fyrir fullu húsi í Fella- og Hólakirkju. Einstaklega ánægjuleg stund.
Nemendur í 7. bekk í heimsókn í félagsmiðstöðinni 111 og í náttúrufræðikennslu
Hólabrekkuskóli
Tíðindi frá Hólabrekkuskóla,
tekin saman af stjórnendum skólans
Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri
Arnór Heiðarsson, aðstoðarskólastjóri
Heiða Berta Guðmundsdóttir, deildarstjóri eldra stigs
Hjördís Þórðardóttir, deildarstjóri yngra stigs