Tíðindi frá Hólabrekkuskóla
22. maí 2023
Á döfinni
Útskriftarferð hjá 10. bekk 22. - 24. maí
10. bekkur er lagður af stað í útskriftarferð og kemur til baka á miðvikudag. Spennandi ferð sem bíður þeirra og við óskum þeim góðrar ferðar.
Annar í hvítasunnu 29. maí
Næsti frídagur er mánudagurinn 29. maí.
Foreldrafundur vegna húsnæðismála 30. maí klukkan 17:00
Foreldrum í skólanum er boðið að koma til upplýsingafundar vegna húsnæðismála 30. maí klukkan 17:00 á sal skólans. Á fundinum verður sagt frá yfirstandandi og væntanlegum framkvæmdum á skólahúsnæðinu, mótvægisaðgerðum sem verið er að vinna í og verðandi flutningum í Korpuskóla. Áætlað er að fundi ljúki eigi síðar en 18:00.
Sumargleði 1. júní
Hin árlega sumargleði verður 1. júní kl. 16:00 - 18:00. Þá verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á lóð skólans. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar koma síðar.
Vikan 5. - 9. júní
- 5. júní er útivistardagur og er hann skertur nemendadagur. Nemendur eru í skólanum til klukkan 12:00 og nemendur í frístund fá gæslu þar til hefðbundin frístund hefst.
- 6. júní er útivistardagur og er hann skertur nemendadagur. Skólinn klárast klukkan 12:00 hjá öllum nemendum skólans. Ekki er boðið upp á gæslu eða frístund fyrir nemendur í 1. - 4. bekk þennan dag.
- 6. júní er útskrift hjá nemendum í 10. bekk klukkan 15:00 á sal skólans. Foreldrum er boðið að koma með nemendum á útskriftina.
- 7. júní eru skólaslit hjá nemendum í 1. - 9. bekk. Nemendur eru í skólanum frá 08:30 - 10:00. Ekki er boðið upp á gæslu eða frístund fyrir nemendur í 1. - 4. bekk þennan dag.
- 8. júní er fyrsti dagur í sumarleyfi.
Foreldrar verðandi 1. bekkjar fengu kynningu
Regnbogavottun Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
tekin saman af stjórnendum skólans
Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri
Arnór Heiðarsson, aðstoðarskólastjóri
Heiða Berta Guðmundsdóttir, deildarstjóri eldra stigs
Hjördís Þórðardóttir, deildarstjóri yngra stigs