Fréttabréf Naustaskóla

4. tbl 14 árgangur apríl

Kær skólasamfélag

Skólalífið hefur verið fjölbreytt það sem af er marsmánuði. Í byrjun mánaðarins tókum við þátt í stóru upplestrarkeppninni og þar stóðu nemendur okkar sig með mestu prýði. Við sigruðum keppnina í þriðja sinn á fjórum árum. Undanfarna daga hefur verið mikið líf og fjör í skólanum og árshátíðarundirbúningurinn á fullri ferð. Mikill metnaður var lagður í búninga og sviðsmyndir og öll voru atriðin meistarastykki. Sem betur fer fengu allir nemendur að sýna sín atriði fyrir aðra nemendur skólans en mikil vonbrigði voru að geta ekki sýnt foreldrum afrakstur þessarar miklu og skemmtilegu vinnu. Enn og aftur þurftum við að breyta vegna Covid 19. Við erum byrjuð að skipuleggja næsta vetur og mun skóladagatal skólaársins 2021 –2022 fylgja með í maí fréttabréfinu. En ykkur til upplýsingar mun skólinn hefjast þriðjudaginn 23. ágúst.

Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.

Á döfinni í apríl 2021

1. apríl - skírdagur

2. apríl - föstudagurinn langi

4. apríl - páskadagur

5. apríl - annar í páskum


6. apríl - fyrsti skóladagur eftir páska

9. apríl - Blár dagur

8.- 9. apríl - Upptaka eða sýning á árshátíð ef sóttvarnir leyfa

22. apríl - sumardagurinn fyrsti

Árshátíð

Því miður þá þurftum við að fresta árshátíð vegna sóttvarnaregla 25. - 26. mars. Það voru gríðarlega vonsviknir nemendur og kennarar sem fengu þessar fréttir á miðvikudeginum klukkan 15:00. En við höfum ákveðið að um leið og leyfi gefst þá munu nemendur bjóða ykkur foreldrum á okkar frábæru árshátíðarsýningu.

Það fengu sem betur fer allir nemendur í skólanum að horfa á ,General" sýningar og skemmtu sér allir mjög vel.


Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur en við munum annaðhvort bjóða ykkur hingað upp í skóla í litlum hópum eða munum við í samstarfi með KA-tv sýna ,,live" streymi frá öllum atriðunum.

Big picture

Blár dagur 9. apríl

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í áttunda sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu föstudaginn 9. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Við mælum með mismunandi bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á. Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn