Fréttabréf Naustaskóla

3. tbl. 15. árg 1.mars 2023

Kæra skólasamfélag


Marsmánuður er oft viðburðarríkur hjá okkur í Naustaskóla og einkennist helst af undirbúningi fyrir árshátíðina okkar. Það fylgir mikil spenna og tilhlökkun að æfa atriði fyrir árshátíðina og það er gaman að sjá gleðina á andlitum nemenda þegar þeir stíga á svið og sýna fyrir foreldra og aðra gesti. Snið árshátíðarinnar verður svipað og undanfarið og stefnt er að því að allir nemendur séu virkir þátttakendur. Skipulag sýninganna verður nánar auglýst þegar nær dregur með bréfi til foreldra og á heimasíðu skólans. Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri er 7. mars þar sem tveir fulltrúar Naustaskóla keppa við aðra nemendur í grunnskólum Akureyrar. Undanfarin ár höfum við átt gott gengi í þessari keppni og höfum þá trú að svo verði einnig í ár. Úr skólanum er annars allt gott að frétta og skólastarfið er í ágætum takti. Við höfum verið að rýna í niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins þar sem niðurstöður sýna að líðan nemenda í skólanum mælist yfir landsmeðaltal ásamt því að nemendur hafa góða trú á námsgetu sinni og eru í mjög góðu sambandi við kennara sína. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar og styðja okkur áfram til góðra verka í að gera góðan skóla enn betri.

Við sendum bestu kveðjur úr skólanum

Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri

Myndir frá útivistardegi

Útivistardagurinn gekk ótrúlega vel hjá okkur og voru glaðir og rjóðir nemendur sem komu í mat í lok dagsins. Nemendur fóru á gönguskíði, svigskíði, skauta eða notuðu sleða en umfram allt nutu samveru úti og inni.

Upphátt

Undankeppni Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri var á sal skólans 28. febrúar en þá lásu nemendur í 7. bekk fyrir samnemendur og foreldra texta og ljóð. Aðalkeppnin verður í Hofi 7. mars kl: 14:30 nemendur stóðu sig frábærlega öll sem eitt. En þegar um keppni er að ræða þarf að velja og þeir sem valdir voru til að keppa fyrir hönd skólans eru þau Eyja. B Guðlaugsdóttir og Sölvi Sverrisson, við óskum þeim til hamingju með góðan árangur og velgengni í stóru keppninni.
Big picture

Góðgerðadagur

Góðgerðadagur var haldin hér í skólanum þar sem nemendur unnu hin ýmsu verkefni tengd góðverki. Sumir komu með verkin sín heim og þurftu aðstoð frá foreldrum til að klára góðverkin sín á meðan að aðrir unnu góðverk hér í skólanum. Mikil gleði var meðal nemenda með góðverkin sín.

Starfamessa


Nú er loks komið að því að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk ásamt kennurum sínum að taka þátt í Starfamessu á ný. Starfamessan er samstarfsverkefni náms- og starfsráðgjafa við grunnskóla Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.

Nemendum í 9. og 10. bekk af öllu Norðurlandi eystra er boðið að koma í Háskólann á Akureyri þann 3. mars næstkomandi og kynna sér fjölbreytt störf fyrirtækja á svæðinu.

Naustaskóla nemendur mæta beint upp í háskóla kl. 9.00 og hitta sína kennara þar sem taka nafnakall. Þegar dagskrá er lokið er farið upp í Naustaskóla og dagurinn kláraður þar.

Árshátíð Naustaskóla veitingar - veitingar þurfa að koma á milli 8:15-10:00 þann 29.mars í heimilisfræðistofu.

Sú hefð hefur verið að öll heimili koma með veitingar fyrir hlaðborð sem 10. bekkur fær síðan ágóðann af upp í útskriftarferð sína. Foreldrar nemenda í 10.bekk sjá um vinnu á árshátíð auk nemenda. Foreldrar nemenda sem eiga fleiri en eitt barn velja sér þá úr hvaða árgangi þau koma með veitingar.

1.bekkur Skúffukaka

2.bekkur Heitur réttur

3.bekkur Pönnukökur /snúðar/ flatkökur með hangikjöti /skinkuhorn

4.bekkur Heitur réttur

5.bekkur Pönnukökur /snúðar/flatkökur með hangikjöti /skinkuhorn

6.bekkur Marengs

7.bekkur Möffins

8.bekkur Heitur réttur

9.bekkur Terta (annað en marengs og skúffukaka)

10.bekkur Terta má líka vera marengs

Foreldrar nemenda í 10. bekk vinna við kaffihlaðborð og uppvask ásamt nemendum í 10.bekk.

Framundan

3. mars Starfamessa hjá 9. og 10. bekk

7. mars Upphátt upplestrarkeppni 7. bekk í Hömrum Hofi kl: 14:30.

8. mars Fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 6.bekk "Vertu næs" á sal skólans 17:30 - 18:30.

10. mars smiðjuskil hjá 6. - 7. bekk.

14. mars dagur stærðfræðinnar

24. mars smiðjuskil 4. - 5. bekkur

29. mars árshátíðardagur

30. mars árshátíðardagur

31. kósýdagur skóla lýkur kl: 12:00

Matseðill mars.

Big picture