Fréttabréf Grænna skrefa
Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.

Hvað er að frétta?
Grænu skrefin verða 10 ára nú í október og ætla af því tilefni að halda veislu í Tjarnarsal ráðhússins, þann 13. október nk. frá klukkan 14-16. Það verða spennandi erindi og skemmtilegt uppistand. Boðskortin eiga að hafa borist öllum starfsstöðum sem taka þátt í Grænum skrefum en við þurfum að fá svar sem fyrst til þess að geta áætlað fjölda gesta vegna veitinganna.
Þrír staðir hafa fengið viðurkenningu frá því að síðasta fréttabréf var sent út og eru myndir af því hér fyrir neðan. Nýir þátttakendur eru: Frístundaheimilin Sólbúar og Glaðheimar, Grasagarðurinn og Garðyrkju-verkbækistöðin í Laugardal, viðhald Fasteigna Klambratúni, frístundaheimilin Draumaland og Eldflaugin og félagsmiðstöðvarnar Frosti og 105. Við bjóðum þau velkomin í Grænu skrefin.
Keðjan fær viðurkenningu fyrir skref 1. | Leikskólinn Engjaborg fær viðurkenningu fyrir skref 1. | Borgarbókasafnið Sólheimum fær viðurkenningu fyrir skref 4 |
Sóun er hönnunargalli
Sumar umbúðir eru einnig algjörlega óflokkanlegar og ekki hægt að endurvinna. Það eru svokallaðar samsettar umbúðir þar sem pappi og plast eða ál er límt saman og engin leið að taka það í sundur.
En það er margt að gerast og nýsköpun í umbúðamálum er gríðarlega hröð. Umhverfisvænum umbúðum fjölgar og nú er einnig hægt að kaupa ýmisleg hreinsiefni og sjampó eða sápur í duftformi. Þá kaupir maður duftið ýmist í smáum pakkningum eða í áfyllingu í eigin brúsa og bætir síðan íslensku köldu vatni saman við. Með þessum hætti minnkar úrgangur til muna (oftast plast), við fækkum þeim umbúðum sem við hendum og við spörum einnig að flytja inn óþarfa vatn, sem við erum sjálf með nóg af. Einnig er hægt að kaupa hreinsiefni í töfluformi og setja töfluna út í vatn.
Þetta verður framtíðin og eins skrýtið og þetta hljómar núna þá verðum við orðin vön þessu innan skamms og þessi leið verður sú eðlilega. Það eru til margar lausnir nú þegar til að draga úr öllu umbúðamagninu svo að ef við rekumst á vörur sem er vafið inn í óþarflega stórar eða marglaga umbúðir þá verður það teljast rétt að sóun sé ákveðinn hönnunargalli.
Hvílum bílinn - nagladekkjanotkun Nú er síðasta vika átaksins #Hvílumbílinn að renna sitt skeið. Þema þessarar viku var Nagladekk, ætlað til þess að vekja athygli á því að við nagladekk eru óþörf í Reykjavík og það eru til aðrir möguleikar í vetrardekkjum. Sjá meira hér https://reykjavik.is/frettir/nagladekk-othorf-enda-spaena-thau-upp-malbikid og hér https://reykjavik.is/thjonusta/tokum-nagladekkin-ur-umferd | Plastlaus september allt árið Nú er september lokið og þar með átakinu Plastlaus september. Það er samt ekki þar með sagt að við hættum að draga úr plastnotkun. Við getum haft plastlausan september allt árið! Ég fann hérna grein frá tímaritinu Lifum betur um leiðir til þess að draga úr plastnotkun: https://ibn.is/29-leidir-til-ad-minnka-plastnotkun/?mc_cid=b11d37b825&mc_eid=3ef265058f | Áhugavert í miðlum Áfram með plastið. Börn eru með puttan á púlsinum hvað varðar það að minnka plastnotkun og hér í Krakkafréttum segja þau frá því hvernig þau myndu vilja draga úr plastinu. Eigum við ekki að hlusta á börnin? https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/krakkafrettir/30712/94shus?fbclid=IwAR19XDq6a4po_pZni4hd7MQ9fVVgipgw6HSE2fZagh_Pv5GuwXyQ4Wo3ro4 |
Hvílum bílinn - nagladekkjanotkun
Plastlaus september allt árið
Áhugavert í miðlum
FRÆÐSLA Í BOÐI
Kynningarglærur um Grænu skrefin til eigin afnota.
Fundur fyrir tengiliði Grænna skrefa
Hvar: Fjarfundur á Webex. Skráning er nauðsynleg og tengill verður sendur á þá sem skrá sig hjá Grænum skrefum.
Næsti fundur verður: Fimmtudaginn 7. október kl. 15:00 - 16:00
Hvernig fræðslu vilt þú fá á þinn vinnustað?
Viltu fræðslu á þinn vinnustað um Grænu skrefin eða eitthvað því tengt?
- Almenna kynningu á Grænu skrefunum (styttri eða lengri)?
- Fræðslu um vistvæn innkaup?
- Fræðslu um grænt bókhald?
- Fræðslu um flokkun og úrgangsmál?
- Eða eitthvað annað umhverfistengt sem þér dettur í hug?
Hugsaðu málið og sendu okkur línu á graenskref@reykjavik.is til að spyrja um fræðslumál.