ÍSLE3RS05

Ritlist - skapandi skrif

UNDANFARI: 2 áfangar á 2. þrepi í íslensku

Í áfanganum verða kenndar aðferðir í skapandi skrifum, nemendur fá rými og leiðsögn í að þróa eigin stíl og þjálfa ritfærni. Meðfram verða lesnir mismunandi textar og farið í ýmiskonar æfingar sem veita innblástur. Sem dæmi verður farið út í gerð handrits fyrir kvikmyndað eða leikið efni, ljóð, smásögur, skáldsögur, gjörninga með texta og fleira. Verkefni áfangans verða fjölbreytt og oftast geta nemendur valið sér form texta til að vinna með. Lögð er áhersla á sköpun nemenda og er sjónum beint að verklegum æfingum.

Menntaskólinn á Ísafirði