Djúpavogsskóli

Fréttir úr skólastarfi

SEPTEMBER

08. Dagur læsis

Á þessum degi er áhersla á lestur eins og alla daga, upplagt að taka aukalestur heima.


16. Dagur íslenskrar náttúru og göngudagur.

Á þessum degi ætla allir nemendur og starfsmenn að fara í hressilega göngu og útivist. Upplagt fyrir foreldra að koma með ef þeir eiga kost á því.


17. Endurmenntunardagur

Á þessu degi eiga nemendur frí og starfsfólk skólans tekur þátt í námskeiðum og endurmenntun.


24. Fyrsta skólaþingið okkar

Á þessum degi ætlum við að vinna að skólaþróun með öllu skólasamfélaginu. Nemendur eru í skólanum samkvæmt stundaskrá og koma svo aftur seinni partinn ásamt foreldrum og vinna í hópum að skólaþróun. Þessi dagur er tvöfaldur vinnudagur hjá starfsfólki.


Síðustu dagana í september er gert ráð fyrir samræmdum prófum í 7.bekk á skóladagatalinu. Það er samkvæmt þeim leiðbeiningum sem voru í gildi í vor þegar dagatalið var gert. Menntamálaráðuneytið sendi frá sér þessa frétt frá sér í vikunni:

https://www.ruv.is/frett/2021/09/02/nemendur-lausir-vid-samraemdu-profin?itm_source=parsely-api&fbclid=IwAR1VEiDtUje_V6f-vluvndDnYrmOwbbjJwpRnp5rvXFfdJxAcN7LMqDV4SM


Eins og sjá má er hellingur að gerast hjá okkur í september.


Á skóladagatali má finna fasta viðburði yfir skólaárið. Skóladagatalið má finna á heimasíðu skólans.

https://6a3eb476-9c6b-4839-8606-d68c3ce5613c.filesusr.com/ugd/ea0373_36f1f5d92c294ea081ccce1b41c8a771.pdf

NÆSTA VIKA

Mánudagur
  • Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
  • Heimsókn frá fulltrúum menntamála og Heimilis og skóla.

Þriðjudagur

  • Góður dagur til að njóta haustblíðunnar.

Miðvikudagur

  • Dagur læsis.

Fimmtudagur

  • Stefnt að því að senda út rafræna skráningu fyrir tónlistarskólann.

Föstudagur

  • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

HEIMSÓKN FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI

Eins og flest ykkar munið þá vann Foreldrafélag Djúpavogsskóla foreldraverðlaun Heimilis og skóla á síðasta skólaári. Það er hefð fyrir því að Menntamálaráðherra og fulltrúar Heimilis og skóla heimsæki verðlaunahafa á hverju ári. Það er búið að reyna nokkrum sinnum að finna tíma í heimsóknina en henni hefur alltaf þurft að fresta vegna C-19. Nú er búið að staðfesta að við fáum heimsókn frá Menntamálaráðuneytinu og Heimili og skóla á mánudaginn. Ráðherra kemst því miður ekki með en sendir sinn fulltrúa. Við erum spennt að taka á móti þeim og kynna okkar góða starf.

CLASSROOMSCREEN Á MIÐSTIGI

Hér má sjá dæmi um það hvernig dagurinn byrjar hjá 6.-7.bekk. Þar er búið að setja upp daginn í Classroomscreen sem er svo varpað upp á töflu og kennari fer yfir daginn með nemendum. Þarna er hægt að setja inn matseðil dagsins, afmælisdaga og þarna er hægt að hafa tímatöku á yndislestrarstund.
Big picture

STOÐÞJÓNUSTAN OKKAR Á FERÐINNI

Heiða og Daníela fóru í heimsókn í Egilsstaðaskóla til að kynna sér stoðþjónustu þar. Skólarnir í Múlaþingi geta verið í margskonar samstarfi og hjálpast að.
Big picture

TÓNLISTARSKÓLINN

Berglind Björgúlfsdóttir er nýr deildarstjóri við tónlistarskóla Djúpavogs. Berglind er þessa dagana að setja niður skipulag og við reiknum með að foreldrar geti skráð nemendur með rafrænum hætti í lok næstu viku.

ÓLYMPÍUHLAUP ÍSÍ

Á fimmtudaginn tókum við þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og að þessu sinni ákváðum við að gera það með aðeins breyttu sniði.

Allir nemendur voru ræstir af stað á sama tíma og hlupu sömu leið þótt að vegalengdin væri aðeins mismunandi.

Við hlupum sem leið lá út sanda og gömlu leiðina til baka, upp á Bóndavörðu og niður göngustíginn að skólanum. Þetta er frábær hlaupaleið, auðvelt að stýra umferð og örlítið fjallahlaup í lokin :)

Veðrið var frábært og þetta var einstaklega velheppnað og skemmtilegt. Dagur í íþróttahúsinu tengdi hátalara, Auja sá um tónlistina, Natan stýrði upphitun og tímatökum. Teymin skipulögðu stöðvar þar sem starfsfólk var til að leiðbeina og hvetja keppendur. Nemendur og starfsfólk á leikskólanum mætti til að hvetja okkur áfram og þarna mátti sjá nokkra foreldra að fylgjast með.Markmiðið með hlaupinu er að leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.


Bestu tímar í Djúpavogsskóla:

2,5 km 16:46...það voru Regína Anna í 1.bekk og Ívar Orri í 3.bekk sem komu fyrst og hnífjörn í mark.

5,0 km 36:12...það var Ada í 7.bekk sem kom fyrst í mark.

10,0 km 44:30...það var Óðinn í 9.bekk sem kom fyrstur í mark.


Vel gert hjá þeim og öllum hinum sem fylgdu fast á eftir í mark og kláruðu þetta hlaup með stæl.

Frábær dagur, það er hægt að skoða helling af myndum á heimasíðunni. Þið smellið á stóru myndina sem fylgir fréttinni, þá birtast fleiri myndir sem hægt er að skoða með því að smella á örvarnar.


https://www.djupavogsskoli.is/post/fr%C3%A1b%C3%A6rt-sk%C3%B3lahlaup


Bestu kveðjur og góða helgi.


Starfsfólk Djúpavogsskóla