Fréttabréf Engidalsskóla nóv 2021
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Hér gefur að líta nóvember fréttabréf Engidalsskóla. Að þessu sinni eru mikið af myndum úr skólastarfinu og auðséð að það er alltaf líf og fjör í Engidalsskóla. Við erum en að vinna að innleiðingu á uppbyggingastefnunni (Uppeldi til ábyrgðar). Nú eru allir bekkir búnir að skilgreina hlutverkin og flestir að leggja lokahönd á bekkjarsáttmálana. Í þessu fréttabréfi kynnum við fyrir ykkur foreldrum skýru mörkin. Við erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.
Engidalsskóli er símalaus skóli. Símar hafa ekki verið vandi í skólanum en nú þegar við erum komin með fullt miðstig kemur það fyrir að segja þarf nemendum að setja símana í töskuna. Við óskum eftir að þið ræðið þetta við börnin og að hugsanlega gæti komið til þess að við þurfum að taka símana af nemendum á skólatíma virði þau ekki tilmæli kennara.
Það eru alltaf einhverjar breytingar í starfsmannahópnum okkar og ljóst að svo verður aðeins áfram. Arna Ýr Kristinsdóttir lét af störfum 1. nóvember sem umsjónarkennari í 4. bekk og við hennar starfi tekur Eva Björk Harðardóttir. Þá mun Kolbrún Hauksdóttir umsjónarkennari í 1. bekk láta af störfum um áramótin en búið er að ráða í hennar stað Evu Hauksdóttir og hefur hún störf 1. desember. Í haust hefur hún Steinunn Sigmarsdóttir verið hjá okkur í forfallakennslu og verður áfram.
Við erum aðeins farin að hugsa til jólanna og byrjuð að skipuleggja heimsóknir í desember. Við leggjum áfram mikla áherslu á lestur, að nemendur hafi gaman að því að lesa og finni bækur sem höfði til þeirra. Þar hefur hún Guðný okkar á bókasafninu gert stórkostlega hluti í að leiðbeina nemendum. Guðný verður með bókakynningar á nýjum bókum fyrir alla nemendur og heimsóknirnar okkar í desember verða frá lesurum sem eru að gefa út bækur, bæði reyndum höfundum og höfundi sem er að stíga sín fyrstu skref.
19. nóvember kemur Bjarni Fritz og les fyrir nemendur í 3. - 7. bekk
22. nóvember kemur Smári Hannesson og kemur og les fyrir nemendur í 5.-7. bekk
Jólafrí nemenda hefst eftir jólaskemmtun 17. desember en nánar upplýsingar um dagskrána í desember kemur í næsta fréttabréfi.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Uppeldi til ábyrgðar - skýr mörk
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað

Dótasögur
Heimsókn á Alþingi
Stærðfræði er skemmtileg
Hér má sjá margskonar listaverk sem unnin eru í smiðjum
Stundarfriður
Gaman saman í Álfakoti
Þau eru mörg verkefnin sem nemendur leysa í Álfakoti. Segulkubbarnir eru mjög vinsælir og hægt að gera allskonar byggingar með þessum fínu kubbum.
Í tilefni af vinavikunni sem er að enda unnu nemendur í Álfakoti ýmis verkefni tengd vináttu, dúkkulísur og skilgreiningu á því hvað vinátta er eins og sjá má á stóru myndinni hér neðst. Virkileg flott vinna hjá nemendum.

Drög að dagskrá í desember.
Jólasögulestur fyrir 1. og 7. bekk
6. Jólasögulestur fyrir 3. og 5. bekk
7. Jólasögulestur fyrir 4. bekk
8. Jólasögudagur fyrir 6. bekk
9. Jólamúnderingadagur
Jólasögulestur fyrir 2. bekk
16. Hátíðarverður fyrir nemendur
Nemendur sem ekki eru í áskrift geta keypt miða fyrir þessa máltíð.
17. Jólaskemmtun frá 9:00-11:00
Jólastund í stofu og á sal skólans
Frístund opnar kl:11:00 þennan dag
Endilega kynnið ykkur hvað þessi vefur bíður upp á.
Gagnast þeim sem eru að læra að lesa, auka vilja við orðaforða og þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Hægt er að hlusta á orðin í mörgum flokku.
Nestismál
