Fréttabréf forseta

Desember 2019

Vorþing DKG 9. maí 2020

Ákveðið hefur verið að halda Vorþing DKG í Borgarnesi þann 9. maí næstkomandi. Deltadeild sér um umgjörð þingsins, en menntamálanefnd mun skipuleggja dagskrá þingsins. Þingið hefst að morgni og lýkur með sameiginlegum kvöldverði. B59 hefur gert Deltadeildinni gott tilboð í gistingu, sem gildir til 1. mars:

  • Tveggja manna herbergi með morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind 14.900.-
  • Eins manns herbergi með morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind 11.900.

Við reiknum með að flestar konur muni vilja gista aðfaranótt sunnudags, en einhverjar þurfa væntanlega að koma á föstudagskvöldinu og gista þá jafnvel tvær nætur.

Það er búið að opna fyrir pantanir á reception@b59hotel.is, sendið cc á hh@b59hotel.is. Vísið í pöntun Deltadeildar, gefið upp kennitölu, símanúmer og tegund herbergis.


Takið tímann frá og tryggið ykkur herbergi sem fyrst, ef þið ætlið að gista í Borgarnesi!

EUFORIA haustritið 2019 er komið út

EUFORIA er gefið út rafrænt. Að þessu sinni eru 8 greinar í ritinu frá Íslandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Finnlandi og Eistlandi ásamt ávarpi ritstjóra og kveðju forseta Evrópusvæðisins. Þið getið fundið EUFORIA á hlekknum http://www.dkgeurope.org/ og einnig á okkar eigin vef: https://www.dkg.is/is/utgafa-og-frettabref/euforia

Verkefnið Exchanging minds

Ingileif Ástvaldsdóttir fékk Lucile Cornetet styrk til að taka þátt í verkefninu Skólastjóraskipti, sem er samstarfsverkefni Skólastjórafélags Íslands og Kennarasamtakanna í Albertafylki í Kanada. Verkefnið fólst í því að fylgjast með starfi skólastýru í St. Luke Catholic School í Kanada. En Ingileif dvaldi í Albertafylki i 10 daga og segir á bloggi sínu að sex barna amman hafi fengið tækifæri til að vera skiptinemi. Ingileif hefur haldið kynningu á þessu verkefni í Mýdeild. Það sem hún fékk styrk frá samtökunum til að taka þátt í verkefninu, er hún tilbúin til að kynna það ef tímasetningar henta. Ingileif er talsvert á ferðinni, svo það er um að gera að hafa samband við hana sé áhugi fyrir hendi. Tölvupóstur hennar er ingileif@bjarkir.net og bloggið getið þið fundið á https://barabyrja.is/tag/exchanging-minds/

Alþjóðaþingið 2020

Alþjóðaþingið verður haldið í Philadelphia í Pennsylvania á Austurströnd Bandaríkjanna 7.-11. júlí 2020. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir íslenskar konur til að taka þátt í alþjóðaþingi, þar sem það er sjaldan haldið nær okkur en þetta og Icelandair er með beint flug til Philadelphia. Þær félagskonur sem hafa sótt þingin segja að það sé mikið ævintýri. Upplýsingar um þingið eru birtar á alþjóðavefnum https://www.dkg.org, en það þarf að hafa við hendina ID númerið til að geta skráð sig inn á síðuna. Þar er m.a myndband um ráðstefnusvæðið og borgina.

Soroptimistar vinna gegn ofbeldi

Stjórn DKG hefur ákveðið að taka þátt í verkefni Soroptimista þann 10. desember næstkomandi, en þá munu samtökin halda upp á Mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna frá kl. 17-19. Dagurinn verður helgaður þolendum ofbeldis m.a. börnum, en á þessum degi er 16 daga átakinu "Orange the World 2019" gegn kynbundnu ofbeldi að ljúka. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins mun flytja stutt erindi, ungir tónlistarmenn munu spila og boðið verður upp á kakó og piparkökur. Staðsetning verður tilkynnt á Facebook síðu Delta Kappa Gamma á næstu dögum.

Nýjar félagskonur

Það hafa komið upp spurningar um hvaða reglur gilda um félagsgjöld þegar nýjar konur eru teknar inn í deildir og hvert eigi að tilkynna nýjar félagskonur.


Kveðið er á um greiðslu félagsgjalda í 4. grein laga DKG.

Um tilkynningu nýrra félagskvenna er fjallað í 1. grein C lið reglugerðarinnar.


Bæði lögin og reglugerðin eru á vefnum okkar dkg.is undir liðnum Um DKG, en það þarf lykilorð til að komast að þessum skjölum. Ef ykkur vantar lykilorð, getið þið skrifað tölvupóst til mín ieg@internet.is eða til vefstjóra eyglob@gmail.com.