Skóladagurinn fimmtudaginn 21. mars

Hamarsskóla

Um skóladaginn í ár

Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu.


Fimmtudaginn 21. mars milli 17:00 - 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis og verður miðpunktur skóladagsins. Hver og einn árgangur verður með atriði á sal sem við munum svo auglýsa á staðnum. Vöfflur og kaffi verða til sölu gegn vægu gjaldi.


Ekki verður danssýning á undan að þessu sinni en hún verður samt sem áður á sínum stað í maí.

Helstu upplýsingar um skóladaginn

1. bekkur


Atriði á sal klukkan 17:15

Þemað fyrir árganginn eru frægir tónlistarmenn á þessum 100 árum.


1. SÁF stofa 1

1. ÞJ stofa2

1. KM stofa 3


2. bekkur


Atriði á sal klukkan 17:45

Þemað fyrir árganginn er þrettándagleði Vestmannaeyjabæjar og ÍBV


2. ÍP stofa 8

2. GSnæ stofa 11

2. MK stofa 12


3. bekkur


Atriði á sal klukkan 18:15

Þemað fyrir árganginn er lífið fyrir 100 árum.


3. ALS stofa 4

3. SEÁ stofa 6

3. HBG stofa 7


4. bekkur


Atriði á sal klukkan 18:45

Þemað fyrir árganginn eru íþróttafélögin.


4. ÞS stofa 13

4. SJ stofa 14

4. SJÓ stofa 15

Hvað er annað í boði?

Í myndmenntastofunni - verða verkefni fyrir gesti og gangandi og verkefni nemenda verða til sýnis.


Í tölvustofunni -verður hægt að skoða Dash, Osmo og óstafræna forritun. Allir velkomnir að kíkja þar.


Í textílstofunni. - verða auðveld handavinnuverkefni fyrir gesti og verkefni nemenda verða til sýnis.


Vöfflusala verður í matsalnum. Nemendur í 4. bekk og forráðarmenn þeirra sjá um það.


Bóksafnið mun sýna foreldrum lukkuhjól sem nemendur nota til að velja bækur. Spil, skák og annað skemmtilegt til staðar. Á bóksafninu er gestaþraut sem allir mega taka þátt í . Dregið verður úr réttum svörum, og vinningur í boði.


Víkin verður opin fyrir gesti og gangandi. Víkin sem stundum er nefnd 5 ára deildin er í sama húsi og 1. - 4. bekkur sem myndar góða brú frá leikskóla yfir í grunnskóla. Hvetjum alla til að kikja á starfið sem þar fer fram.

Vöfflusala

Elsti árgangur Hamarsskóla, 4. bekkur, mun standa fyrir sölu á vöfflum í matsal skólans frá kl. 17:00 - 18:40. Er þetta liður í fjáröflun árgangsins fyrir skólaferðalag í 7. bekk.

Verð:

Vaffla: 250 kr

Safi: 100 kr

Kaffi er frítt


Endilega látið sjá ykkur, fáið ykkur vöfflu og styrkið þennan frábæra árgang í leiðinni.

Að lokum!

Það verður ekki danssýning á undan í ár. Danssýningin verður samt í vor og munum við auglýsa það þegar að því kemur.


Það er mikilvægt að foreldrar/forráðarmenn ýti undir og hlúi að námsáhuga barna sinna en sterk tengsl eru á milli slíks stuðnings og árangurs í námi. Með því að sýna áhuga á því sem barnið fæst við í skólanum fær það jákvæð skilaboð um mikilvægi náms.


Takk fyrir og við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.