Samræðureglur

Við vöndum okkur og förum eftir reglunum.

1. Ræða umræðuefni dagsins

Við einbeitum okkur að umræðuefni dagsins og leiðum annað hjá okkur á meðan.

2. Við skiptumst á hugmyndum og hlustum hvort á annað.

Það er nauðsynlegt að láta skoðanir sínar í ljós, annars kemst okkar skoðun ekki á framfæri. Það er einnig nauðsynlegt að heyra hvað aðrir hafa að segja. Það má skipta um skoðun :-)

3. Virðum skoðanir og álit annarra.

Það hafa allir rétt á sinni skoðun. Hvort sem okkur finnst hún rétt eða röng. Það er líka mikilvægt að heyra mismunandi skoðanir.

4. Rökstyðjum mál okkar.

Að rökstyðja mál sitt er að útskýra hvers vegna og af hverju.

5. Allir leggja eitthvað til málanna.

Það er mikilvægt að allir tjái sína skoðun. Á þann hátt er hægt að ræða saman um málefni frá ólíkum hliðum.

Tölum saman-lærum saman