Samspil 2015
Fréttabréf 1. tbl. 1. árg.
250 þátttakendur
Yfir 250 leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar hafa skráð sig í UT-átak Menntamiðju, sem verður að teljast mjög gott. Enn er pláss fyrir fleiri og hvetjum við þig til að kynna þér átakið og deila upplýsingunum til samstarfsfólks þíns.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vef Samspils.
Útspil
Fjögur Útspilsnámskeið hafa verið haldin, þrjú á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Reykjanesi. Og segja má að fartækni, fjör og fræði væru einkunnarorð Útspils.
Um 130 kennarar hafa nú þegar tekið þátt og mikil ánægja er meðal þeirra með námskeiðin.
Hér fyrir neðan eru ummæli nokkurra þátttakenda.
- Lærði fullt, takk fyrir mig.
- Það var mjög lærdómsríkt og gaman í dag. Lærði alveg fullt nýtt.
- Takk fyrir mig skemmtilegt og fróðlegt.
- Takk kærlega fyrir mig, þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Hlakka til að læra meira.
- Fanta gott.
- Takk sömuleiðis frábær dagur og framhaldið lofar góðu
- Frábært að vera með ykkur. Er þegar búin að senda kennarahópnum mínum upplýsingar um tvennt af því skemmtilega sem við lærðum.
- Frábært hjá ykkur sem stóðuð að þessu.
- Frábær dagur með ykkur, hlakka til að kynnast þessu öllu betur.
- Lofar góðu og verður gagnlegt! Gaman að vera á fyrirlestri/námskeiði sem gerandi og fá að prófa!!!
- Skemmtilegur og gagnlegur dagur með ykkur. Takk fyrir.
- Gagnlegur og skemmtilegur dagur. Takk fyrir mig.
Næstu námskeið:
- Bolungarvík 10. apríl kl. 14-19, svæðistengiliður Auður Hanna Ragnarsdóttir
- Egilsstaðir 16. apríl kl. 13:30-18:30, svæðistengiliður Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir
- Borgarnes/Snæfellsnes 20. apríl kl. 13-18, svæðistengiliður Hjálmur Dór Hjálmsson
- Akureyri 21. apríl kl. 14-19, svæðistengiliður Bergþóra Þórhallsdóttir
- Selfoss 28. apríl kl. 13-18, svæðistengiliður Mohammad Azfar Karim
Ef þú kemst ekki á námskeið sem haldið er í þínum landshluta er þér velkomið að mæta annars staðar.
Vefnámskeið
Haldin hafa verið tvö vefnámskeið. Það fyrra var kynning átaksins (sjá hér). Það seinna fjallaði um skýjalausnir og stjórnandi var Hans Rúnar Snorrason, (sjá fyrri hluta, og seinni hluta).
Næstu vefnámskeið um samfélagsmiðla fara fram í apríl
- 15.04. stjórnandi Svava Pétursdóttir
- 29.04. stjórnandi Sólveig Jakobsdóttir
Vefnámskeið um sköpun fara fram í maí
- 13.05. stjórnandi Salvör Gissurardóttir
- 27.05. stjórnandi Erla Stefánsdóttir
Þema aprílmánaðar er samfélagsmiðlar og þema maímánaðar er sköpun.
Samfélagsmiðlar
Við nýtum samfélagsmiðla mikið. Miklar og góðar umræður, ábendingar og almenn aðstoð fara fram í lokuðum Facebookhóp Samspils, sem er einungis fyrir skráða þátttakendur. Á Pinterest eigum við sameiginlegt borð þar sem allir þátttakendur safna saman krækjum í áhugaverðar síður sem tengjast upplýsingatækni í námi og kennslu.
Á Twitter og Instagram notum við umræðumerkin #samspil2015 og #menntaspjall.
Leiðarbækur/Verkmöppur
Á námskeiðinu eiga þátttakendur að halda leiðarbók eða verkmöppu (e. portfolio). Þ.e. skrifa hjá sér hugleiðingar, tilraunir, reynslu og upplifun sína af námskeiðinu.
- Fjóla Þorvaldsdóttir - http://fjolath.blogspot.com
- Linda Sólveig Birgisdóttir - http://lindasolveig.weebly.com
- Ólafía Lára Ágústsdóttir - http://loa723.wix.com/loa723
- Steinunn Inga Óttarsdóttir - http://steinunninga.weebly.com
- Kristín Guðnadóttir, Hulda Björk Guðmundsdóttir, Hjördís Ýrr Skúladóttir, Guðbjörg Pálsdóttir - http://hjordis13.wix.com/hraunvallaskoli
- Hans Rúnar Snorrason - http://hansrunar.krummi.is
