Hvað gerist næst?

Skólaárið 2023 - 2024

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er fyrsti mánuðurinn búinn og mikið hefur nú á gengið! Sólin hefur nú ekki verið að sýna sig mikið en fyrsta lægðin og gul veðurviðvörun ásamt smá vætu hafa haldið krökkunum inni í nokkur skipti :)


Nemendur skelltu sér í göngur og þetta árið var gengið frá skólanum.

Göngur í skólabyrjun

Yngsta stig

Yngsta stig gekk snjóflóðagarðana, gengu meðfram skógrækt og upp á efstu keilur og inn eftir og svo göngustíg til baka. Krakkarnir stoppuðu og fengu sér nesti í sólinni og nutu samverunnar. Yngsta stig óð læki og léku sér við enda leiðigarðs hjá minnismerki um snjóflóðin og skemmtu sér konunglega.

Miðstig

Miðstig gekk upp að Hrafnakirkju, gengu meðfram skógrækt og svo að áfangastað.

Unglingastig

Unglingastig fór svo upp í Rósubotna og þeir allra hörðustu fóru alla leið upp í Drangaskarð og sáu ofan í Mjóafjörð. Þeir sem ekki treystu sér í skriðurnar fóru aðra leið eða létu sér nægja að labba upp að skriðum á meðan aðrir fóru upp skriðurnar og stoppuðu þar og fóru t.d. ekki alla leið upp í Rósubotna. Sumir létu sér nægja að ganga rétt ofan skógræktina á meðan aðrir fóru aðeins aðra leið en hinir að sama áfanga stað.

VISKA - VIRÐING - VINÁTTA

Big picture

Mikilvægar dagsetningar í Október

Nóg er um að vera í Október.


Mikilvægar dagsetningar eru eftirfarandi:


 • Sprettsdagur > 3. október. Sprettur, snemmtæk íhlutun í húsi.
 • Forvarnardagurinn > 4.október - 9.bekkur tekur þátt í forvarnardeginum
 • Forvarnarmálþing og VR kynning > 5.október - 10.bekkur fær kynningur frá VR ásamt því að fara á forvarnarmálþing á vegum Nesskóla og VA.
 • OFSi > Fræðsla á vegum foreldrafélags Nesskóla fyrir alla nemendur
 • Orgelkrakkahátíð > 6.október - Orgelkrakkahátíð fyrir nemendur í 1.-3.bekk.
 • Starfsdagur 2/5 > 9.október - Enginn skóli fyrir nemendur
 • ERASMUS+ > 16. - 20.október - 9.bekkur til Frakklands
 • Vetrarfrí > 23. - 25.október - Enginn skóli

Hvað eru krakkarnir að fara að gera?

9.bekkur

9.bekkur fer til Frakklands í Erasmus ferð í 16.-20. október og fara Sunna Björg, Sigrún Júlía og Þórfríður með í þessa ferð. Ferðinni er heitið til Chateauroux þar sem nemendur eru í heimagistingu.

Big picture

Lokaorð

Eins og sést verður nóg um að vera næstu daga og vikur í skólanum.


Nokkrir punktar í lokin:


 • Passa upp á hollt og næringarríkt nesti, vatn að drekka og nóg af ávöxtum.
 • Skólinn opnar kl 7:50, fram að því bíða nemendur úti.
 • Ekki keyra inn á leiksvæðið að ofanverðu.
 • Klæða nemendur eftir veðri og hafa auka fatnað með í skólann ef blautt er úti.
Big picture