Hvað gerist næst?
Skólaárið 2023 - 2024
Kæru foreldrar og forráðamenn
Nemendur skelltu sér í göngur og þetta árið var gengið frá skólanum.
Göngur í skólabyrjun
Yngsta stig
Miðstig
Unglingastig
Unglingastig fór svo upp í Rósubotna og þeir allra hörðustu fóru alla leið upp í Drangaskarð og sáu ofan í Mjóafjörð. Þeir sem ekki treystu sér í skriðurnar fóru aðra leið eða létu sér nægja að labba upp að skriðum á meðan aðrir fóru upp skriðurnar og stoppuðu þar og fóru t.d. ekki alla leið upp í Rósubotna. Sumir létu sér nægja að ganga rétt ofan skógræktina á meðan aðrir fóru aðeins aðra leið en hinir að sama áfanga stað.
VISKA - VIRÐING - VINÁTTA

Mikilvægar dagsetningar í Október
Mikilvægar dagsetningar eru eftirfarandi:
- Sprettsdagur > 3. október. Sprettur, snemmtæk íhlutun í húsi.
- Forvarnardagurinn > 4.október - 9.bekkur tekur þátt í forvarnardeginum
- Forvarnarmálþing og VR kynning > 5.október - 10.bekkur fær kynningur frá VR ásamt því að fara á forvarnarmálþing á vegum Nesskóla og VA.
- OFSi > Fræðsla á vegum foreldrafélags Nesskóla fyrir alla nemendur
- Orgelkrakkahátíð > 6.október - Orgelkrakkahátíð fyrir nemendur í 1.-3.bekk.
- Starfsdagur 2/5 > 9.október - Enginn skóli fyrir nemendur
- ERASMUS+ > 16. - 20.október - 9.bekkur til Frakklands
- Vetrarfrí > 23. - 25.október - Enginn skóli
Hvað eru krakkarnir að fara að gera?
9.bekkur
9.bekkur fer til Frakklands í Erasmus ferð í 16.-20. október og fara Sunna Björg, Sigrún Júlía og Þórfríður með í þessa ferð. Ferðinni er heitið til Chateauroux þar sem nemendur eru í heimagistingu.

Lokaorð
Nokkrir punktar í lokin:
- Passa upp á hollt og næringarríkt nesti, vatn að drekka og nóg af ávöxtum.
- Skólinn opnar kl 7:50, fram að því bíða nemendur úti.
- Ekki keyra inn á leiksvæðið að ofanverðu.
- Klæða nemendur eftir veðri og hafa auka fatnað með í skólann ef blautt er úti.
