Leikskólinn Undraland, Flúðum

Mars 2023 Ábm. Ingveldur Eiríksdóttir

Nú lengir sannarlega daginn!

,,Hann er svalur í dag." ,,Ha hver, spurði barnið," sem vonaðist áreiðanlega til þess að sjá svalan gaur en ekki til þess að heyra fyrirlestur um veðrið!


Þetta stutta samtal minnti mig rækilega á mikilvægi þess að tala við, lesa fyrir og vera með börnunum sínum í tíma og rúmi. Móðurmálið er tæki okkar til þess að tjá okkur en ekki síður nýtum við það til að hugsa og móta hugmyndir okkar um veröldina og okkur sjálf.


Sem betur fer finnst mér að vakning sé á meðal fólks að nú þurfi virkilega að grípa til aðgerða og minnka skjátímann - og ekki bara það heldur stýra því á hvað er horft. Við getum vissulega sagt að okkur líki ekki við þetta eða hitt en kannski svolítið einhæft. Okkur líkar við pizzur og grænan lit. Okkur líka það vel að sofa með þykkan kodda og mér líkar að hjóla. Nema náttúrulega að staðreyndin er sú að pizza is just delicious á bragðið. Verum á verði og gætum að þessu mikilvæga verkfæri sem móðurmálið er í þroska sérhvers barns.


Mikið hefur verið um að vera á leikskólanum undanfarnar vikur. Þrenningin, bolla, baunir og búningar á öskudegi eru að baki og framundan er smá pása í skemmtanahaldi. Við höfum boðið kerlingum og körlum til okkar í heimsókn, verið mikið úti að læra og skapað fallega muni sem farið hefur heim eða eru á leiðinni þangað.


Skrautás er kominn í notkun og nú bíðum við bara spennt eftir vaski til að geta gert enn meira og græjað.

Góðar gjafir

Starfsfólkskapallinn

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá er þörf fyrir fleira gott starfsfólk til okkar í leikskólann. Við fögnum öllum þeim sem sækja um og fögnum svo enn betur þegar og ef þau hefja störf.


Um áramót komu þau Vignir, Magni og Elma. Síðan hefur Katrín bæst í vaskann hóp okkar og vinnur hún 100% inni á Grænhóli. Þau sem eru farin eru Magga, Palli og Rakel og Cornelía hefur minnkað við sig vinnu. Einn starfsmaður okkar er kominn í tímabundið sjúkraleyfi fram í miðjan apríl.


Neyðarkallið okkar um daginn skilaði sér heldur betur (nema auglýsingar á Hjónaballi hafi hjálpað til ;)). Guðrún Hulda sem hefur unnið hér áður kemur inn í mars og Elvira Kacprzycka getur aðstoðað okkur fram í apríl og komið jafnvel aftur inn í haust.


Við eigum von á reyndri starfskonu í apríl til vinnu og í maí koma stúlkur sem unnu hjá okkur í desember. Það er ákaflega mikilvægt og gott að fá fólk sem hefur verið áður og eða vill starfa áfram hjá okkur. Því er þó ekki neitað að starfsfólkskapallinn er stundum snúinn fyrir bæði börn og fullorðna en gleymum því heldur ekki að þau sem hér starfa gera samfélaginu kleift að halda úti leikskóla þar sem kraftur og áræðni er í hópnum og allir hér í Undralandi takast á við spennandi og ögrandi viðfangsefni.


Ekki má heldur gleyma góðu baklandi skólans, stjórnsýslunni og foreldrum sem alltaf eru boðnir og búnir til að aðstoða og hlaupa undir bagga með okkur. Takk fyrir það nú, þá og alltaf.

Leikskólinn fékk góðan skerf af hnyttni Hjónaballsnefndarinnar

Starfsdagur helgaður vináttunni

Þann 15. mars er starfsdagur í leikskólanum og starfsfólk fær þá fræðlu í verkefni Barnaheilla um vináttuna.

Vinátta byggir á rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið. Hugmyndafræði Vináttu er samþætt inn í allt námsefni Vináttu með raunhæfum verkefnum fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þátttaka allra í þessu er grundvöllur þess að vel takist til. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og í samskiptum innan skólasamfélagsins. Hugmyndafræðin endurspeglast í eftirtöldum fjórum gildum:

Umburðarlyndi
Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu.

Virðing
Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða margbreytileikann innan hópsins.

Umhyggja
Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

Hugrekki
Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.

Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti, efla félagsfærni og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því.

Big picture

Náttfatapartý 16. mars

Big picture

Foreldrasamtöl

Foreldrasamtöl verða líklega eftir páska. Starfsfólkssamtöl verða væntanlega á svipuðum tíma tíma hjá okkur.