Skólasafn Kelduskóla

NÝJAR BÆKUR - DESEMBER 2015

HÉR ER YFIRLIT YFIR NOKKRAR AF ÞEIM NÝJU BÓKUM SEM HAFA BÆST VIÐ SÖFNIN Í KORPU OG VÍK Í DESEMBER

Big image

Vísindabók Villa – Geimurinn og geimferðir

Við búum á pínulitlum hnetti í risa-, risa-, risastórum alheimi. Stjörnurnar á himninum og tunglið blasa við okkur og geimurinn sem er svo óendanlega spennandi fyrirbæri. En hvar byrjar og endar alheimurinn? Hvernig varð hann til? Hvað var áður en hann varð til? Hvað er að finna á reikistjörnum, tunglum og stjörnum í kringum okkur? Hvernig komumst við út í geim? Hvernig getum við lent á tunglinu? Hverjir fóru fyrst út í geim? Þessum spurningum og mörgum öðrum er leitast við að svara í þessari bók. Auk þess að bókin stútfull af tilraunum sem einfalt er að gera heima og tilvalið fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í. Vísindabók Villa - geimurinn og geimferðir er þriðja bókin í þessari vinsælu seríu. Fyrri tvær slógu rækilega í gegn og var sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Nú hefur Villi fengið Sólmyrkva-Sævar í lið með sér, Sævar Helgar Bragason, formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Big image

Áfram Ísland

Í bókinni „Áfram Ísland – leiðin í lokakeppni EM 2016 og strákarnir sem gerðu drauminn að veruleika“ eru allir leikir Íslands í undankeppninni teknir fyrir í máli og myndum, ásamt ýmsum fróðleiksmolum og ummælum þeirra sem við sögu koma. Þá eru greinar um alla leikmennina og þjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Að auki er í henni að finna ýmsa umfjöllun tengda landsliðinu, svo sem viðtöl við mömmur leikmanna, lýsingu á hefðbundnum leikdegi og skemmtilegar sögur af ýmsu því sem átt hefur sér stað á bakvið tjöldin.
Big image

Dagbók Kidda klaufa 7 - Besta ballið

Ástin svífur um loftið – er það eitthvað fyrir Kidda klaufa ? Árshátíð skólans, aðalball ársins, er að bresta á, en Kiddi Kiddi hefur engan til að fara með á ballið. Ýmislegt óvænt kemur fyrir Kidda þessa síðustu daga fyrir ball ársins og meira að segja kemur upp sá möguleiki að stelpa fari með honum. En það sannast á Kidda að það er aldrei gott að fagna of snemma.

Big image

Kafteinn Ofurbrók og endurkoma túrbó 2000 klósettsins

Túrbó 2000 klósettið snýr aftur – og gráðuga gímaldið (sem sporðrennir jafnan öllu sem fyrir því verður) þyrstir nú í ærlega HEFND! Sem betur fer hvílir framtíð mannkynsins í öruggum höndum Georgs og Haraldar og hins óþolandi Sófusar sénís. Mun brókaraflið fara með sigur af hólmi? Eða verður Kafteini Ofurbrók sturtað niður í eitt skipti fyrir öll? Bjarni Guðmarsson þýddi. FRÁBÆRT FLETTIBÍÓ FYLGIR! Með nýjustu myndasögutækni getið þið gert myndirnar sprell-lifandi!