Skólabyrjun

Menntaskólinn á Ísafirði

Kæru nemendur

Nú styttist í skólabyrjun. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur eftirfarandi upplýsingar vel með því að smella á viðeigandi hnappa.


Við hlökkum til samstarfsins með ykkur í vetur, starfsfólk MÍ

Við minnum á þjónustu námsráðgjafa

Við vekjum athygli á þjónustu námsráðgjafa við MÍ. Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda og veita nemendum aðstoð í málum sem tengjast námi, náms- og starfsvali og persónulegum málum.


Námsráðgjafi er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Nemendur, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta leitað til námsráðgjafa og fengið ráðgjöf og aðstoð við ýmis mál. Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjafa rafrænt, sjá tengil hér fyrir neðan.