Komdu á Makerý á Snæfellsnesi

28. - 30. september 2018

Komdu með í sköpunarferð um Snæfellsnesið

Helgina 28.-30. september mun Vexa hópurinn standa fyrir fræðsluferð og vinnusmiðjum á Snæfellsnesi. Þema helgarinnar er: “Hagnýtar aðferðir og Makerspace-verkefni í grunnskólakennslu.”


Lagt verður af stað í fræðsluferð frá Grundarfirði sem fer með hópinn á milli skóla og vinnusmiðja á Snæfellsnesi sem tengjast Makerhugmyndafræðinni. Á laugardeginum og sunnudeginum verða ýmis verkefni unnin í grunnskóla Grundarfjarðar þar sem er mjög góð vinnuaðstaða til að fikta og prófa sig áfram með fjölbreytt viðfangsefni.


Dagskrá:

Föstudagur 28.09.2018
Kl. 10:00 - Mæting í Grunnskóla Grundarfjarðar
Kl. 10:30 - Lagt af stað með rútu í fræðsluferð
Kl. 11:00 - Heimsókn og verkefnavinna í Snillismiðjunni í Ólafsvík
Kl. 12:30 - Hádegisverður á Skeri í Ólafsvík (sjávarréttasúpa og brauð)
Kl. 14:00 - Heimsókn og verkefnavinna í Lýsuhólsskóla
Kl. 16:00 - Kaffi
Kl. 19:30 - Kvöldverður í Grundarfirði (kjúklingapottréttur, hrísgrjón, salat og brauð)

Kl. 21:00 - Kvöldvaka

Laugardagur 29.09.2018
Kl. 09:00 - Mæting í Grunnskóla Grundarfjarðar - Morgunverður og spjall
Kl. 09:30 - Vinnusmiðjur
Kl. 12:30 - Hádegisverður
Kl. 13:30 - Vinnusmiðjur
Kl. 15:40 - Kaffi og samantekt

Kl. 19:00 - Kvöldverður á Bjargarsteini (Breiðarfjarðar-Tapas, smakk af sjávarréttum - Sorbet að hætti kokksins eða Lambaprime, Pommes Anna, rauðvínssósa, sveppir a la creme, innbakað grænmeti - Heit súkkulaðikaka með rjómaís)

Kl. 21:00 - Kvöldvaka


Sunnudagur 30.09.2018

Kl. 09:00 - Mæting í Grunnskóla Grundarfjarðar - Morgunverður og spjall

Kl. 09:30 - Vinnusmiðjur

Kl. 11:00 - Samantekt og hugmyndir að frekari samvinnu


(Birt með fyrirvara um breytingar)


Þátttakendur fá afhenta staðfestingu á þátttöku fyrir kostnaðarþátttöku stéttarfélags.


Verð: 27.700 kr.

Innifalið í gjaldinu eru öll námskeiðsgögn, efniskostnaður, fyrirlestrar, vinnustofur og rútuferð.

Gisting er ekki innifalin í gjaldinu.


Gert er ráð fyrir að þátttakendur gisti í tvær nætur í Grundarfirði og hafa skipuleggjendur tekið frá gistingu í Gamla Pósthúsinu.


Gistiplássin eru samtals 20 þar af eru:

6 x tveggja manna herb. með tveimur rúmum verð fyrir herbergið: 15.500 kr. nóttin

2 x tveggja manna herb. með tvíbreyðu rúmi verð fyrir herbergið: 15.500 kr. nóttin

1 x þriggja manna herb. með þremur rúmum verð fyrir herbergið: 20.000 kr. nóttin

1 x einstaklingsherbergi verð fyrir herbergið: 11.000 kr. nóttin

1 x einstaklingsherbergi með sameiginlegu baði verð fyrir herbergið: 8.000 kr. nóttin


Ath. gisting er greidd sér á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur á Nesinu

Vexa-hópurinn

Anna María Þorkelsdóttir, Kennsluráðgjafi Hörðuvallaskóla

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, UT kennslufulltrúi Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar

Erla Stefáns, verkefnastjóri Mixtúru margmiðlunarvers Reykjavíkurborgar

Hildur Rudolfsdóttir, UT kennsluráðgjafi Garðaskóla Garðabæ

Hugrún Elísdóttir, UT verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

Rósa Harðardóttir, skólasafnskennari og UT Verkefnastjóri Selásskóla

Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar