Réttindaráð Vesturbæjarskóla

Skýrsla Réttindaráðs 2018-2019

Vesturbæjarskóli verður Réttindaskóli

Vorið 2018 ákváðu starfsmenn Vesturbæjarskóla að skólinn skyldi gerast Réttindaskóli. Ákvörðunin var tekin á starfsmannafundi með lýðræðislegri kosningu og voru allir sammála um að skólinn ætti að verða Réttindaskóli. Þriðjudaginn 20. nóvember undirritaði Margrét skólastjóri samning um að Vesturbæjarskóli yrði Réttindaskóli UNICEF ásamt öðrum stjórnendum grunnskóla og frístundar í Vesturbænum.
Big picture

Fyrsti fundur Réttindaráðs

Á fyrsta fundi Réttindaráðs kom Pétur Hjörvar frá UNICEF, stýrði fundinum og fræddi okkur um Réttindaskóla UNICEF. Við fórum í leiki til að hugsa um réttinda barna.

Réttindaráð kynnir sig

30. janúar fórum við í Réttindaráði upp á svið í samsöng og kynntum okkur fyrir skólanum. Allir sögðu hvað þeir heita og kynntu eina grein Barnasáttmálans.
Big picture

Kannanir

Lagðar voru kannanir fyrir börn í 1. - 7. bekk um þeirra þekkingu á Barnasáttmálanum, hvað þau halda að réttindi þeirra eru og hvort þau eru örugg. Réttindaráð fór yfir niðurstöður og kom með tillögur um hvað væri hægt að gera betur.

Aðgerðaráætlun

Réttindaráð bjó til aðgerðaráætlun um innleiðingu verkefnisins næstu tvö árin. Í henni er fjallað um kortlagningu, sýnileika, fræðslu, lýðræði, samstarf og að Barnasáttmálinn verði hluti af daglegu starfi í Vesturbæjarskóla.
Big picture

Þemadagar

Réttindaráð fékk að hafa áhrif á það hvað yrði þema á þemadögum. Ákveðið var að þema yrði loftlagsmál og réttindi barna í samráði við ráðið.

Öskudagur

Á Öskudag kom Réttindaráð með hugmyndina að hafa pizzu í hádegismat. Allir voru kátir með það.

Leikir

Við fórum í marga leiki sem fræða okkur um Barnasáttmálann og réttindi barna og hvöttum kennara til að gera það sama með börnunum í skólanum. Meðal annars var farið í Kahoot sem við í Réttindaráði bjuggum til.

Myndband um Vesturbæjarskóla

Réttindaráð fékk að hafa áhrif á og komu með hugmyndir að því sem kom fram í myndbandi sem gert var um Vesturbæjarskóla. Til dæmis var hugmynd um að börn skyldu lesa inn á myndbandið.
Vesturbæjarskóli

Sýnileiki

Réttindaráð ræddi um staðsetningar á Barnasáttmálanum um skólann. Niðurstaða var að hafa Barnasáttmálann sýnilegan í öllum skólastofum, göngum og matsal.
Big picture