Fréttabréf Naustaskóla

5. tbl. 14 árgangur maí

Kæra skólasamfélag

Kæra skólasamfélag

Gleðilegt sumar!

Við í Naustaskóla erum byrjuð að undirbúa lok þessa skólaárs sem hefur verið okkur nokkuð snúið á köflum. En veiran hefur haft mikil áhrif á allt okkar starf og skipulag. Nú horfum við fram á bjartari tíma og erum líka farin að huga að næsta skólaári sem bíður okkar og nemenda okkar með skemmtilegum áskorunum og tækifærum. Það er margt á döfinni í skólalífinu í maímánuði eins og sést hér í fréttabréfinu og við ætlum að njóta þess að hafa gaman saman þessar síðustu vikur.

Sumarkveðjur

Stjórnendur Naustaskóla.

Big picture

Á döfinni í maí 2022

5. maí Fiðringur – hæfileikakeppni Grunnskólanna á Akureyri í Hofi

10. maí 4. bekkur frjálsíþróttamót

11. maí 5.bekkur frjálsíþróttamót

12. maí 6.bekkur frjálsíþróttamót

13. maí 7.bekkur frjálsíþróttamót

12. maí Rökræðukeppni 10. bekkjar

17. - 18. maí 10.bekkur í skólaferðalagi

19. maí Bókmenntahátíð barnanna í Hofi – fyrir 6. -7. bekk

25. maí UNICEF hlaup

26. maí Uppstigningardagur

27. maí starfsdagur

27. maí starfsdagur í frístund- eingöngu opið fyrir þá sem eru skráðir

30. - 31 maí vorþemadagar


30. maí vorskóli 1.bekkjar

Útivistartími breytist í maí

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu.

Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið

Big picture

Unicef hlaupið 2022

Miðvikudaginn 25. maí munu nemendur Naustaskóla hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Unicef líkt og undanfarin ár. Við biðjum ykkur að taka vel á móti nemendum í leit að áheitum. Gefin hafa verið út myndbönd í tenglsum við daginn sem fjalla um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á réttindi barna og hvetjum við nemendur og foreldra til að kynna sér það. Hér má finna upplýsingar um verkefnið.

Heimasíða Unicef

Big picture

Ungir semja - fullorðnir flytja


Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn tónsmíðar sínar. Dómnefnd velur síðan tíu verk sem tónskáldin og atvinnumenn útsetja fyrir hljómsveit. Verkin eru síðan flutt af landsþekktu tónlistarfólki. Í ár voru fimm nemendur úr Naustaskóla sem áttu verk sem voru flutt á stórtónleikum í Hofi 24. apríl sl.



Verkin og tónskáldin okkar eru:


Amanda Eir Steinþórsdóttir

Two sided love story


Eiður Reykjalín Hjelm

Naughty elves


Jóhann Valur Björnsson

Adamant


Amanda Eir Steinþórsdóttir, Mahaut Ingiríður Matharel og Sólrún Alda Þorbergsdóttir.

Poets, bullets and society

Big picture

Viðurkenning Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar veitir árlega viðurkenningu einstaklingum og stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður eða skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Kennarar á miðstigi þær Þóra Ýr, Sunna, Paula, Katrín Júlía, Harpa og Arna Ýr í Naustaskóla fengu viðurkenningu fyrir þróunarverkefnin Strákar lesum saman og Læsi fyrir lífið. Einnig fengu Guðrún Valdís stuðningfulltrúi fyrir að vera öflugur stuðningsfulltrúi með stórt hjarta, Richard Örn Blischke nemandi fyrir góðan námsárangur, hjálpsemi, þrautsegju og almenna vinnugleði, Amanda Eir nemandi fyrir listsköpun og að láta fjölbreytileika og jafnrétti skipta sig miklu máli.

Á myndina vantar Amöndu og Katrínu Júlíu.

Big picture

SAFT netöryggi

Samhliða hraðari tækniþróun í upplýsingatækni hefur samskiptamiðlum fjölgað gríðarlega og teljast viða ómissandi þáttur í daglegu lífi. Börnin okkar þurfa leiðsögn um hvernig þau eigi að fóta sig í heimi samsamskipta á netinu. Hlutverk foreldra hefur aldrei verið miklvægara í starfrænu uppeldi og því nauðsynlegt að þeir hugi vel að því að börn þeirra séu ekki í forritum sem eru ekki aldursvarandi. SAFT býður uppá fjölda fræðslna varðandi áskoranir sem börn og ungmenni lenda í þegar þau fara á netið og samskiptamiðla.

Ganga vel frá hjólum og hlaupahjólum og notum hjálm

Það er vor í lofti margir nemendur koma á hjóli í skólann sem er mjög jákvætt. Við hvetjum alla til að hafa lása á hjólunum sínum og ganga vel frá þeim fyrir utan skólann þegar þau mæta. Mikilvægt er að allir taki umræðuna heima um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm hvort sem verið er á rafhjólum, hlaupahjólum eða reiðhjólum og hvort sem vegalengdir eru stuttar eða lengri.

Matseðill í maí