
Fréttamolar úr MS
10. mars 2023
Dagsetningar framundan 📌
- 14. mars - þriðjudagur - Góðan daginn faggi, sýning í Þjóðleikhúsinu
- Allir í morgunstokki (nema fyrirtækjasmiðja) fara í leikhúsið - mæting í MS 8:30 og svo farið þaðan í rútum og tilbaka í MS eftir sýningu. Skyldumæting eins og í aðra tíma í skólanum - og afar mikilvægt að vera sérstaklega stundvís þennan dag!
- 16. mars - fimmtudagur - Árshátíð SMS
- 17. mars - föstudagur - Kennsla felld niður kl. 8:30 – 9:30 --> Mæting kl. 9:30 í skólann!!
- 21. mars - þriðjudagur - Leikfélagið Thalía frumsýnir Pitch Perfect í leikstjórn Ásgríms Geirs Logasonar í Gaflaraleikhúsinu
- 22. mars - miðvikudagur - Matsdagur
- 27.-30. mars: Kosningavika skólafélagsins - sjá nánar hér að neðan!
Árshátíð nemenda fer fram 16. mars. Miðasala og upplýsingar hér. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í foreldrarölti við ballið - skráning hér að neðan. Selt er inn á matinn og ballið í sitthvoru lagi, hægt er að velja aðeins annað hvort.
Edrúpottur 🏆
Nemendur eru hvattir til að taka þátt í edrúpotti á árshátíðardansleiknum með því að blása í áfengismæli. Dregið verður úr edrúpottinum eftir ballið og er til mikils að vinna en markaðsráð safnar flottum vinningum auk þess sem foreldraráð ætlar að styrkja edrúpottinn að þessu sinni með nokkrum 20 þúsund króna gjafabréfum! Auk þess fá þátttakendur í edrúpotti að bjóða með sér gesti á næsta ball.
Áfram MS!
MS ingar lögðu Verslinga í körfuboltaleik á heimavelli í vikunni. Við erum stolt af okkar frábæra körfuboltafólki!
Stoðtímar í stærðfræði! ✏️🗒️✖️➕➖➗
Nemendur eru hvattir til að nýta sér stoðtíma í stærðfræði strax frá upphafi annar. Betra er að vinna jafnt og þétt og sækja sér aðstoðina snemma í stað þess að lenda í ógöngum í lok annar!
Thalía kynnir... 🥳👏👏💜💛
Leikfélag Menntaskólans við Sund, Thalía, kynnir með stolti leikritið Pitsh Perfekt sem er leikstýrt af Ásgrími Geir Logasyni. Skemmtilegur og líflegur söngleikur fyrir alla aldurshópa.
Pitsh Perfekt segir frá Bellunum sem eru acapella söng hópur, sem ætlar sér stóra hluti í acapella söngkeppni en þurfa að takast á við hindranir á leiðinni.
Miðaverð: 3000 kr.
Megatilboð: Ef keyptir eru 5 eða fleiri miðar saman er miðaverðið 2500 kr.
Kosningar SMS 2023
Óskað eftir framboðum
Þar sem kosningar SMS verða 27. - 30. mars n.k. koma hér smá upplýsingar til ykkar:
Við hvetjum öll áhugasöm um félagslíf MS að skella sér í framboð!
- Hér er að finna allar helstu upplýsingar um stjórn SMS og fyrirkomulag kosninganna í ár: https://docs.google.com/document/d/1n5wjFeAu4RfVSIRZWcJQvilELQwDi-0FrMtD7y1bXEs/edit?usp=sharing
- Í þessu skjali er einnig linkur á skráningarform þar sem félagsmenn geta skráð sig í framboð, linkurinn er undir “Framboðslisti SMS 2023”
- Ef þú ert í framboði er mikilvægt að fylgja þessum facebook hóp en hér inn koma nánari upplýsingar fyrir frambjóðendur: https://www.facebook.com/groups/544125957802318
Fyrir hönd kjörstjórnar 2023,
Kría félagsmálastjóri