Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Skólapúlsinn

Í apríl er hefð fyrir því að leggja fyrir börnin Skólapúlsinn en við notum þær kannanir til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Í könnununum eru nemendur spurðir um líðan þeirra í skólanum, virkni í námi og almennra spurninga um skólastarf.

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð er 5. - 10. apríl. Opnunarviðburður er í Eldborgarsalnum í Hörpu og er 4. bekkingum boðið á þann viðburð. Þema hátíðarinnar er gleði og hvernig við sköpum gleði. Börn í Vesturbæjarskóla taka þátt í Barnamenningarhátíð á ýmsan hátt. Sem dæmi eru verkefni frá börnum í 1. og 2. bekk á sýningunni ,,Náttúra í hljóði og myndum" á Listasafni Íslands.

Heimsins mikilvægasta kvöld

Laugardaginn 2. apríl var söfnunarþátturinn Heimsins mikilvægasta kvöld á vegum UNICEF á Rúv. Við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessum þætti með innslagi frá Vesturbæjarskóla. Villi krakkafréttamaður heimsótti réttindaráðið og spurði það spjörunum úr um Réttindaskólaverkefnið í Vesturbæjarskóla.
Heimsins mikilvægasta kvöld- Réttindaskólar UNICEF

Páskafrí

Páskafrí byrjar mánudaginn 11. apríl og skólinn byrjar aftur þriðjudaginn 19. apríl.

Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudaginn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti og þá er frí í skólanum.
Big picture