HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 18. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 25. - 31. JANÚAR

MÁNUDAGUR 25. JANÚAR

Nemendaverndaráðsfundur í Bs kl. 8:30

Fundur kl. 13:45 - 14:30 vegna lokaverkefnis í 10. bekk - allir kennarar í 10. bekk og verkgreinakennarar

Stjórnendafundur kl. 14:45


ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR

Nemendaverndaráðsfundur í Hs kl. 8:15


MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR

Fagfundir í stærðfræði - Dagur stærðfræðinnar verður 5. febrúar

Deildarfundir í hvoru húsi kl. 14:30 - undirbúningur fyrir smiðjudaga í Bs


FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR

Stjórnendafundur kl. 14:45


FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR


TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 2. ÞJ

Barnaskóli 6.ÓS

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Fræðslufundur fyrir foreldra pólskra nemenda í GRV verður haldinn á Bæjarbókarsafninu mánudaginn 25. janúar kl. 16:15.
 • Allir lesa, landsátak hófst 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar.
 • Lesskimun á vegum Menntaálaráðuneytisins verður lögð fyrir í 1.-10. bekk á tímabilinu 20. janúar til 29. janúar.
 • Þróunarhópur um Heilsueflandi grunnskóla hefur fengið Héðinn Unnsteinsson til að halda fyrirlestur fyrir allt starfsfólk GRV miðvikudaginn 3. febrúar, nánar auglýst síðar. Fyrirlesturinn fjallar um geðheilbrigði.
 • Könnunin "Ungt fólk" fyrir 5. -10. bekk verður í vikunni 1.-5. febrúar
 • Lífshlaupið hefst 3. febrúar, hvetjum allt starfsfólk til að vera með. Lífshlaupið er heilsu-og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Grunnskólakeppni í tvær vikur en vinnustaðakeppni í þrjár vikur.
 • Dagur stærðfræðinnar er 5. febrúar.
 • Þorrablót fyrir 1. - 5. bekk verður mánudaginn 8. febrúar.
 • Öskudagurinn er 10. febrúar.
 • Þemadagar á unglingastigi 9. -11. febrúar, árshátíð 11. febrúar.
 • Vinnustund, www.vestmannaeyjar.vinnustund.is, hvetjum starfsfólk til að kynna sér kerfið.

Afmælisbörn vikunnar:

Lilja Ólafsdóttir 27. janúar

Anna Ýr Sveinsdóttir 29. janúar

Hrós vikunnar fá....

Kennarar fyrir öflug foreldraviðtöl og frammistöðumat.

Gáta vikunnar

Veganafn sá varla ber,

á veiðarfæri neðstur er,

margur kjóllinn hefur hann,

og heiti yfir latan mann.


Svar við síðustu gátu

Hyrna

5. lína - Þórunn hyrna

Spakmæli vikunnar

Látið fortíðina eiga sig, hún er gleymd og grafin. Lifið í heimi framtíðarinnar sem er raunverulegur og fullur af tækifærum.

Penne með bláum Höfðingja og sveppum, valhnetum og perum

Fyrir 4

5 msk smjör, 3 msk hveiti, 6½ dl matreiðslurjómi
1 stk Höfðingi, blár, svartur pipar, 500 g penne
250 g sveppir, skornir í sneiðar, 8 stk beikonsneiðar, saxaðar
1 stk pera, kjarnhreinsuð og gróf rifin, 2 msk valhnetur, saxaðar

Aðferð:

1. Bræðið 2 msk af smjöri í potti og hrærið hveiti vel saman við. Hellið matreiðslurjóma út í, smátt og smátt. Látið sjóða og takið af hellunni.

2. Takið hvíta lagið varlega af ostinum og fleygið. Saxið ostinn og bætið honum saman við sósuna. Látið hann bráðna saman við. Hærið og smakkið til með pipar. Geymið.

3. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Á meðan steikið sveppi og beikon upp úr 3 msk af smjöri. Setjið út í sósuna.

4. Blandið pastanu varlega saman við sósuna og setjið á stórt fat eða fjóra diska. Toppið með rifinni peru og valhnetum.


Þetta er víst "sjúklega" gott eins og konan sagði.

Mig vantar aðstoð.

Smíðastofan

Ein leið til að biðja um aðstoð, hvetjum alla kennara til að búa til myndbönd og setja inn á GRV-fræðsla á facebook.