Nýir og eldri skólastjórnendur

Námskeið á skólaárinu 2015-2016

Fyrirlestrar-verkefnavinna-handleiðsla-jafningastuðningur-samræða

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Markhópurinn er nýir skólastjórnendur og einnig aðrir skólastjórnendur sem telja sig þurfa endurmenntun í efnisþáttum námskeiðsins eru einnig velkomnir.

Meginefni námskeiðsins

Gert er ráð fyrir fjórum dögum á skólaárinu 2015-2016. Byrjað verður á tveggja daga lotu 17.-18. september 2015 og síðar verður framhaldið 14.-15. mars 2016. Meginefni námskeiðsins mun lúta að:


  • faglegri forystu,
  • stjórnun,
  • skipulagi,
  • kjarasamningum,
  • vinnumati,
  • stjórnsýslulögum
  • starfsmannamálum


Anna Kristín Sigurðardóttir dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er faglegur leiðbeinandi. Umsjónarmenn námskeiðsins eru Svanhildur M. Ólafsdóttir formaður SÍ og Ingileif Ástvaldsdóttir varaformaður SÍ.

Fyrsta lotan 17.-18. september- Hótel Borgarnesi

Fimmtudagurinn 17. september

Kl. 9-12

Kynning á SÍ/KÍ, Svanhildur María Ólafsdóttir

Samband ísl. sveitarfélaga, Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga

Nýr í starfi, hvað þarf að hafa í huga, Svanhildur/Ingileif


Kl. 12-13 Matur


Kl. 13-16/17

Forysta og leiðtogafærni, kennslufræðileg forysta og stefnumótun, Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við HÍ


Föstudagurinn 18. september

Kl. 9-12:

Stjórnsýslulög, grunnur. Anna Rós Sigmundsdóttir, lögfræðingur KÍ

Grunnskólalög, lög og reglugerðir
Starfsmannamál, ráðningar, áminningar


Kl. 12-13 Matur


Kl. 13-16

Kjarasamningar, hvað þarf að hafa í huga við ráðningar og vinnuskýrslugerð, orlofsmál, veikinda og réttindamál. Ingibjörg Úlfarsdóttir, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum KÍ.

Vinnumat, Svanhildur/Ingileif

Hópavinna og umræður um framhaldið, Svanhildur/Ingileif

Kostnaður og skráning

Námskeiðsgjald:


  • 50.000 kr. á hvern þátttakenda fyrir utan gistingu og ferðir.


Gisting:


  • Eins manns herbergi með morgunverði 15.000 kr.
  • Tveggja manna herbergi með morgunverði, 11.000 kr. á mannGert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag styrki starfsmenn sína á námskeiðið og greiði kostnað vegna þess.


Skráning á námskeið og gistingu berist á netfangið svanhildur@ki.is fyrir 4. september.