Fréttabréf Grænna skrefa

Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.

Hvað er að frétta?

Þetta er þriðja fréttabréf ársins 2021 en fréttabréf marsmánaðar datt út. Frá því í febrúar hafa því þónokkuð margir nýir þátttakendur bæst við og einhverjir fengið viðurkenningar. Það er gaman að hafa svona marga nýja og við bjóðum þá velkomna.

Þeir sem hafa komið nýir inn eru eftirfarandi:

  • Hverfastöðin Jafnarseli, Ræktunarstöð Reykjavíkur, Opus (vinna og virkni), Breiðholtsskóli, Laugarnesskóli og Klébergsskóli, frístundaheimilin Tígrisbær, Simbað sæfari, Hvergiland, Fjósið og Brosbær, Listasafn Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð borgarlandsins Stórhöfða.
  • Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða tók á móti viðurkenningu fyrir skref 3, frístundamiðstöðin Gufunesbær hefur fengið viðurkenningu fyrir skref 2 og einnig skrifstofa ÍTR í Borgartúni. Þau hafa líka fengið viðurkenningu fyrir annað skrefið.

Áratugur aðgerða!

https://reykjavik.is/loftslagsmal

Það er margt athyglisvert að finna í nýju loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar. Rekstur borgarinnar er ein af stoðaðgerðunum sem ganga þvert á meginaðgerðirnar sex. Grænu skrefin tilheyra rekstri borgarinnar og það má finna markmið og aðgerðir undir þessum lið sem tengjast Grænu skrefunum og öðru eins og vistvænum innkaupum og grænum viðburðum.


Vistvæn innkaup borgarinnar getur haft mikil áhrif á hringrásarhugsun en einnig á notkun jarðefnaeldsneytis og kröfur varðandi vistvæn mannvirki sem borgin byggir. Hringrásarhugsun er mikilvæg til að draga úr myndun úrgangs og draga úr losun vegna hans á starfsstöðum borgarinnar. Hugmyndina um vistvæn innkaup þarf að innleiða í öll innkaup borgarinnar, hvort sem um er að ræða hreinlætispappír, húsgögn, mat, ritföng eða tölvur. Á vef Grænna skrefa má finna leiðbeiningar um vistvæn innkaup https://graenskref.reykjavik.is/forsida/itarefni-innkaup/1561-2/#toggle-id-4

Big picture

FRÆÐSLA Í BOÐI

Fræðslufundur um flokkun og úrgangsmál.

Flestir starfsstaðir borgarinnar njóta sorpþjónustu hjá Íslenska Gámafélaginu. Elín Ásgeirsdóttir hjá Íslenska Gámafélaginu var með fræðslu fyrir Grænu skrefin um flokkun og frágang úrgangs í febrúar sl. Fundurinn var tekinn upp og hægt er að finna upptökuna í Workplace hópi Grænna skrefa.

Kynningarglærur um Grænu skrefin til eigin afnota.

Ef þú vilt kynna Grænu skrefin betur fyrir starfsfólk og samstarfsfélaga þá er glærupakki á heimasíðu Grænna skrefa sem allir geta notað að vild. Sjá hér: https://graenskref.reykjavik.is/forsida/glaerur/

Fundur fyrir tengiliði Grænna skrefa

Allir þátttökustaðir í Grænu skrefunum geta sent einn eða fleiri tengiliði á fundinn, eða tengiliður / starfsmaður sem vinnur að Grænu skrefunum getur sjálfur skráð sig á fundinn. Fundurinn er ætlaður þátttakendum í Grænu skrefunum sem hafa komið innleiðingunni af stað og vilja spyrja spurninga eða spjalla við aðra í sömu sporum. Á fundinum segjum við reynslusögur, spyrjum spurninga og fáum svör og ráðleggingar.

Hvar: Fjarfundur á Webex. Tengill verður sendur á þá sem skrá sig hjá Grænum skrefum.

Hvenær: Miðvikudaginn 12. maí kl. 10:00 - 11:00

Hvernig fræðslu vilt þú fá á þinn vinnustað?

Viltu fræðslu á þinn vinnustað um Grænu skrefin eða eitthvað því tengt?

  • Almenna kynningu á Grænu skrefunum (styttri eða lengri)?
  • Fræðslu um vistvæn innkaup?
  • Fræðslu um grænt bókhald?
  • Fræðslu um flokkun og úrgangsmál?
  • Eða eitthvað annað umhverfistengt sem þér dettur í hug?


Hugsaðu málið og sendu okkur línu á graenskref@reykjavik.is til að spyrja um fræðslumál.