Fréttakorn

Fréttabréf starfsmanna Oddeyrarskóla, október, vika 42.

Fundir miðvikudaginn 14. október

Áður höfðum við auglýst að næsta miðvikudag, þann 14. október yrði kynning á vinnustund. Vegna opins fundar fyrir kennara um skóla- og menntamál á vegum KÍ sem boðaður var með stuttum fyrirvara verðum við að fresta fræðslu vegna vinnustundar um eina viku. Því verður ekki starfsmannafundur næsta miðvikudaginn 14. október en við gerum ráð fyrir 1 klst. starfsmannafundi miðvikudaginn 21. október. Fundurinn næsta miðvikudag verður í Hofi kl. 14-16 og þar um dr. Atli Harðarson lektor við Menntavísindasvið HÍ fjalla um stefnu í námsrkármálum og faglegt sjálfstæði kennara.

Kennarafundur í Hofi

Wednesday, Oct. 14th, 2pm

Menningarhúsið Hof, Akureyri, Northeast, Iceland

Akureyri, Northeast

Stefna í námskrármálum og faglegt sjálfstæði kennara

Varðandi skýrslu um ytra mat

Niðurstöður ytra mats eru algjörlega óopinberar þar til skýrslan hefur verið samþykkt af ráðherra og gerð opinber. Við megum vinna með niðurstöður og gera umbótaáætlun en við megum ekki ræða um niðurstöður ytra matsins við aðra.
ÉG ER KOMINN HEIM (FERÐALOK) - ÓÐINN VALDIMARSSON