Fréttir úr skólanum

Fréttabréf um skólastarf í samkomubanni

Big picture

Hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt

Skólasamfélaginu var fengið stórt verkefni þegar samkomubann var sett á um síðustu helgi og erum við stolt yfir því hvernig til hefur tekist.

Við höfum séð hvað samstaða er mikilvæg þar sem nemendur, starfsfólk og forráðamenn hafa unnið sameiginlega að úrlausn þeirra verkefna sem fyrir hafa legið og sýnt hugrekki og þrautsegju.

Það er því óhætt að segja að einkunnarorð skólans "Hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt" eigi við á þessum breyttu tímum.

Nú fara nemendur og starfsfólk skólans inn í helgina og mikilvægt er að nýta tímann vel til að hlaða batteríin svo við verðum undirbúinn til að halda áfram góðu starfi og takast á við nýjar áskoranir í næstu viku.

Mikilvægar upplýsingar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Efni: Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
  • Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu, notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
  • Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
  • Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
  • Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
  • Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.

Varðandi heimili þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:

  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra sem eru í sóttkví sem og við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skólastofu. Mikilvægt er að gæta að hreinlæti t.d. nota sér salernisaðstöðu.
  • Foreldrar stálpaðra barna sem eru í sóttkví og geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta áfram sinnt vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki í boði.
  • Heimilið verður allt að fara í sóttkví ef börn hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem gilda í sóttkví. Önnur leið til að leysa slíkt væri ef þeir sem ekki eru í sóttkví færu eitthvað annað á meðan á henni stendur.

Mikilvægi hreyfingar

Hreyfing er alltaf mikilvæg en núna er hún sérlega mikilvæg.

Hér að neðan er að finna skemmtilega æfingu fyrir alla :-)

'AVENGERS ENDGAME' KIDS TABATA WORKOUT

Guttavísur


1. bekkur var að vinna með söguna af Gutta í byrjendalæsi. Unnið var að ýmsum verkefnum og hér fyrir neðan mjá sjá Gutta í mismunandi útfærlsumSögu vil ég segja stutta

sem að ég hef nýskeð frétt.

Reyndar þekkið þið hann Gutta,

það er alveg rétt.

Óþekkur er ætíð anginn sá,

út um bæinn stekkur hann og hoppar til og frá.

Mömmu sinni unir aldrei hjá

eða gegnir pabba sínum. Nei, nei, það er frá.

Allan daginn út um bæinn

eilíf heyrast köll í þeim:

Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,

Gutti komdu heim.

Forgangslisti neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19

Á lista almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra yfir það starfsfólk í framlínustörfum sem hefur forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar eru meðal annars lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum.

Fylla þarf út umsókn á www.island.is og umsókn er send á viðkomandi skólastjórnanda til frekari útfærslu í samvinnu við foreldra.

Listinn um hvaða starfsstéttir hafa forgang að þjónustunni er gefinn út til að sú starfsemi sem þær tilteknu starfsstéttir sinna skerðist sem minnst á meðan á fjögurra vikna löngu samkomubanni stendur.

Miðað er við börn í 1. og 2. bekk í grunnskóla.

Eftir að umsókn er skilað inn verður haft samband við umsækjanda á því netfangi sem hann gaf upp.

Hér að neðan er yfirlit yfir starfshópa í framlínuþjónustu: https://www.samband.is/media/covid-19/Forgangslisti-6-fyrir-grunn-og-leikskola-og-dagforeldra.pdf

Góður svefn er gulls ígildi

Við minnum á að góður svefn er nauðsynlegur fyrir alla til að geta tekist á við verkefni dagsins. Á þessum tímum er einnig vert að taka fram að góður svefn hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Big picture

Spurt og svarað: skólastarf á neyðarstigi almannavarna

Hér er leitast við að svara algengum spurningum um skólastarf, nú þegar í gildi eru takmarkanir á skólahaldi. Síða þessi verður uppfærð eins ört og kostur er.Sjá einnig: