Hvalrekinn

Mars 2020

Big picture

Skólastarfs á sérstökum tímum.

Ágætu foreldrar,


Þetta er sérstakir tíma sem við lifum á núna.

Guðni forseti skrifaði þetta á facebook-síðuna sína síðasta sunnudag „Þrátt fyrir okkar erfiðu daga þurfum við að halda okkar striki eftir föngum – eða kannski einmitt vegna þess andstreymis sem mætir okkur núna.“

Þetta eru orð að sönnu þess vegna er svo mikilvægt fyrir nemendurna okkar að við öll höfum okkar festu í tilverunni. Þó að skóladagurinn sé skertur þá er mikilvægt að við höldum reglulegri rútínu. Það er mikilvægt að þið foreldrar góðir búið ykkur til skipulag fyrir daginn, þar þarf að koma fram nám, tómstund/hreyfing, næring og svefn. Það er svo mikilvægt að hafa festu í tilverunni og það leitumst við til að hafa hér í Hvaleyrarskóla.


Það er mikilvægt að halda okkar striki.


Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.

Nám í skugga Covid -19

Eins og ykkur er kunnugt um hefur skólanum verði skipt niður í 6 hólf og má hvorki starfsfólk né nemendur fara á milli hólfa. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og eru allir á tánum varðandi smitleiðir. Starfsfólk þrífur helstu snertifleti til að takmarka smit og nemendur eru hvattir til að hafa hæfilega fjarlægð á milli sín.


Við viljum minna foreldra á að tilkynna veikindi og leyfi eins og venjulega í Mentor. Alltaf skal velja skráningu fyrir heilan dag. Ef um langtímaveikindi eða leyfi er að ræða biðjum við foreldra um að tilkynna það sérstaklega til skólans með tölvupósti á umsjónarkennara og stjórnendur.


Foreldrar og nemendur verða að fylgjast vel með vikuáætlun inni á Mentor en þar munu kennarar koma skilaboðum til nemenda um það nám sem fram fer næstu vikurnar. Nemendur í 5. – 10. bekk nota Ipadinn og þurfa í sumum tilfellum að nota Google classroom til að vinna verkefni og skila til kennara, ásamt því að kennari setur þar inn skilaboð til nemenda. Þetta á við í þeim árgöngum sem eru vanir að vinna í því umhverfi og eru skilaboð um það á Mentor.


Þá hvetjum við foreldra til að láta börnin sín nýta tímann vel við það nám sem sett er á Mentor og einnig minnum við á að allir nemendur frá 1. – 10. bekk eiga að lesa minnst 15 – 20 mínútur á dag.


Hér má nálgast tillögu að skipulagi á skóladegi fyrir eldri nemendur.

Skólastarf í sérstakri viku

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag :-)

Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn. Verum góð við hvort annað í dag sem aðra daga <3

"Hamingjan er hér" með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar á vel við :)

https://www.youtube.com/watch?v=5PT4VfZaRww

Við hvetjum nemendur og foreldra til að nýta sér tæknina

Menntamálastofnun hefur opnað vef sem nefnist fræðslugátt Menntamálastofnunar en vefurinn inniheldur námsefni og bjargir sem nýtast til stuðnings við heimanám.

https://fraedslugatt.is/


Hægt er að nálgast ýmsa kennslu á netinu svo sem stærðfræðikennslu fyrir nemendur frá 6. - 10. bekk sem má nálgast hér:


https://gudridur.weebly.com/?fbclid=IwAR1lxxeDVeT9oOjOLxuymEO9khv3RdcAi4k2EM5lHOIo8UbLBaA1o2Meu7Y#


eða hér eru kennslumyndbönd bæði í stærðfræði og líka í eðlisfræði fyrir nemendur frá 7. - 10. bekk:

https://www.youtube.com/results?search_query=gauti+eir%C3%ADksson+st%C3%A6r%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0i


Þá hefur Skólavefurinn ákveðið að bjóða nemendum þeirra skóla sem eru í áskrift gjaldfrjálsan aðgang heima fyrir. Umsjónarkennari hvers bekkjar munu senda foreldrum aðgangsorð bekkjarins.


Söguútgáfan ákvað að birta nokkrar barnabækur án endurgjalds. Smellið á linkinn hér að neðan.

https://sogurutgafa.is/lesum-saman/?fbclid=IwAR0_1buZ6UX8gjis9YXl_N8nEx3EeZokEkWn9FY-CBewL86DNnizRb9Mboo


Svo ef einhver vill prófa að gera hreyfimynd/teiknimynd þá er hér sniðugt hjálpartæki.

http://www.flat8.co.uk/kvikun-i-keynote/?fbclid=IwAR18ujG2bXB-IZ-WXN2tBI2vC6sQS26egvt22PiCvFXhN0_d6ondqc9QRVY


Rithöfundurinn Mo Willems býður okkur að teikna með sér. Mo er höfundur bókanna um Pigeon (Dúfu), Elephant (Fíl) og Piggie (Grís). Eins og þessar bækur eru vinsælar erlendis þá hefur engin þeirra verið þýdd á íslensku ennþá. Engu að síður er gaman að því að teikna með Mo - en hann hefur mjög skemmtilegan stíl.

https://www.youtube.com/watch?v=RmzjCPQv3y8


http://www.mowillems.com/

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Myndir eftir nemendur í 9. bekk

Big picture

Á döfinni

  • Allt óráðið í ljósi aðstæðna ;-)

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.