Samspil 2015

Fréttabréf 4. tbl. 1. árg.

Haustdagskrá

Vonandi eru þið brakandi hress og tilbúin til að takast á við þau spennandi og skemmtilegu Samspils-verkefni sem haustið ber með sér. Framundan eru 9 vefmálstofur, 2 Útspil á höfuðborgarsvæðinu og 3 Menntabúðir í samvinnu við RANNUM, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, haldnar í Reykjavík


Enn er að bætast í hópinn okkar og tala þátttakenda er komin í rúmlega 330. Ennþá er opið fyrir skráningu og við hvetjum fólk til að skrá sig og taka þátt með okku


Samspil 2015 sem 10 eininga námskeið

Þeir þátttakendur sem ætla að taka Samspil 2015 til eininga þurfa að skrá sig á þessari slóð: http://menntavisindastofnun.hi.is/samspil2015. Námskeiðið hefst um miðjan september, nánari lýsingu er að finna á fyrrgreindri slóð.


Haustdagskrá Samspils hófst í byrjun ágúst á eTwinning þema og vinnustofu með Bart Verswijvel, kennslufræðingi hjá The European Schoolnet og eTwinning í Brussel. Vinnustofan var mjög vel sótt og hún mæltist vel fyrir hjá þátttakendum. Á eftirfarandi slóð er að finna samantekt yfir aðaláherslur vinnustofunnar: http://bit.ly/reykjashop


Haldnar voru tvennar vefmálstofur tengdar eTwinning fyrri málstofan með Guðlaugu Ósk Gunnarsdóttur og Kolbrúnu Hjaltadóttur, hefur verið birt á vef Samspils. Þú getur einnig horft á hana á eftirfarandi slóð: http://bit.ly/samsetw. Seinni málstofan er væntanleg bráðlega.


Við erum að vinna í sjálfsnámsmyndböndum og miðlum örugglega fréttum af þeim í næsta fréttabréfi.


Þemu haustsins eru:

  • Ágúst: eTwinning - Vefmálstofur dagsetningar: 12.08.2015 og 26.08.15
  • September: námsumsjón og námsmat - Vefmálstofur dagsetningar: 16.09.15 og 30.09.15
  • Október: forritun og leikjafræði - Vefmálstofur dagsetningar: 07.10.15 og 21.10.15
  • Nóvember: Sköpun, tjáning, miðlun og læsi í námsgreinum - Vefmálstofur dagsetningar: 04.11.15 og 18.11.15
  • Desember: Námsefnisgerð, opið menntaefni og höfundaleyfi - Vefmálstofur dagsetningar: 02.12.15 og 16.12.15
  • Janúar: Næstu skref og framtíðin - Vefmálstofa dagsetning: 06.01.15


Vefmálstofurnar eru alltaf á miðvikudögum, "stofan" opnar kl. 16:15 og við byrjum kl. 16:30-17:30.

Haust Útspil

Til að koma til móts við nýja þátttakendur og gefa fleirum kost á að skrá sig verða haldin tvö Útspilsnámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Útspil er 5 klst. staðbundið námskeið sem byggir á fyrirlestrum og þjálfun. Ákveðið var að halda annað námskeiðið á laugardegi með von um að kennarar búsettir utan höfuðborgarsvæðisins sjái sér fært að taka þátt.


Þessi námskeið eru sérstaklega ætluð nýjum þátttakendum sem og þeim sem misstu af Útspili á sínum svæðum.


Dagsetningar:

  • Laugardagurinn 26. september kl. 11:00-16:00
  • Fimmtudagurinn 8. október kl. 13:00-18:00


Skráning er nauðsynleg og fer fram á slóðinni: http://bit.ly/utspil-haust

Menntabúðir

Þrennar menntabúðir verða haldnar í samvinnu við RANNUM, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. Að vanda verða þær haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.


Menntabúðir er samkoma þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að miðla af eigin reynslu og afla sér þekkingar og fróðleiks. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Þær eru opnar öllum og ekki bundnar þátttöku í SAMspili 2015.


Skráning er nauðsynleg til að auðvelda allt utanumhald. Smelltu á slóðina fyrir aftan dagsetninguna.

Dagsetningar:


Ath. fyrstu menntabúðirnar eru á Föstudegi og þær síðari eru á miðvikudögum.


Fyrirhugað er að svæðistengiliðir haldi menntabúðir á sínum landsvæðum. Svæðistengiliður á norðurlandi hefur þegar skipulagt nokkrar í vetur. Við munum auglýsa það nánar síðar.


Nokkrir minni hópar kennara hafa verið að hittast til að vinna saman og hjálpast að. M.a. hafa leikskólakennarar hist og hópar á landsbyggðinni hafa verið duglegir að hittast og vinna saman. Við hvetjum eindregið til slíks samstarfs því við lærum betur í hópum þar sem við deilum reynslu og þekkingu. Það væri gaman fyrir okkur hin ef þið munið eftir að taka myndir á Instagram og setja færslur á twitter frá þessum hittingum. Munið eftir umræðumerkjunum #samspil2015 og #menntaspjall.


Svo er aldrei að vita nema að við tökum upp á einhverju fleira í vetur. Hver veit nema að við grípum tækifærið til frekari starfsemi ef þekktir erlendir tækni-bloggarar koma til landsins í hjólatúr.

Skráning á virkni og þátttöku

Einn liðurinn í Samspili 2015 er að halda skrá yfir virkni og þátttöku svo mögulegt verði að fá námskeiðið metið. Við höfum útbúið skráningareyðublað í Google til að einfalda málið. Það eina sem þú þarft að gera er að haka við nokkur fyrirfram ákveðin atriði eftir því sem við á. Nýtt eyðublað verður útbúið fyrir hvern mánuð.


Skráningareyðublaðið er að finna á eftirfarandi slóð: http://bit.ly/Thattaka-Agust


Haustáskorun

Við skorum á ykkur að skrá niður hvaða upplýsingatækni þið ætlið að nota og hvernig þið ætlið að nýta hana í kennslu í vetur. Skráið amk. eitt atriði í leiðarbókina og deilið með okkur hvað þið ætlið að gera/hvernig gengur í Facebookhópnum.

eTwinning - eftirfylgni

Besta leiðin til að taka þátt og fylgjast með í eTwinning er að skrá sig – því fylgir engin skuldbinding og hver og einn skráir sig sem einstaklingur (það eru engin takmörk á hve margir skrá sig frá hverjum skóla).


Farið inn á:

http://www.etwinning.net/en/pub/preregister.cfm

Þegar þið hafið skráð ykkur verður ykkur boðið inn á TwinSpace samstarfssvæði þið getið skoðað samstarfsumhverfi eTwinning.


Athugið að þið getið fengið stuðning endurgjaldslaust bæði frá landskrifofunni (Rannís) og eTwinning fulltrúum, starfandi kennurum með reynslu – ykkur er velkomið að hafa

samband og líka hægt að fá heimsókn:

http://www.erasmusplus.is/menntun/etwinning/etwinning-fulltruar/


Nánari upplýsingar á íslensku, m.a. upplýsingar, tengiliðir og eTwinning fulltrúar á:

http://etwinning.is


Við hvetjum þátttakendur til að skrá sig í eTwinning sem er mjög virkt starfssamfélag um 300.000 kennara víðsvegar um evrópu. Leiðbeiningar um skráningu er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.erasmusplus.is/menntun/etwinning/myndbond/

Vefmálstofur og samfélagsmiðlar

Haldnar hafa verið 8 vefmálstofur upptökur af þeim er að finna á vef verkefnisins.



Facebookhópurinn okkar er mjög virkur og fróðlegt er að fylgjast með umræðunni sem fram fer þar. Við hvetjum þátttakendur til að vera virkir á samfélagsmiðlunum pinna á sameiginlega Pinterestborðið, nota #samspil2015 og #menntaspjall umræðumerkin á Twitter og Instagram. Sjá yfirlit yfir virkni #samspil2015 á Tagboard.

Big image