Fréttabréf Grænna skrefa

Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.

Hvatning til allra starfsstöðva um að skrá sig

Áherslur borgarinnar á umhverfistengd málefni hafa verið efldar og nú er endurskoðuð loftslagsáætlun tilbúin. Þar hafa Grænu skrefin ákveðið hlutverk, sem og í Græna planinu. Grænu skrefin eiga að styðja við áætlanir borgarinnar í umhverfismálum og eru hugsuð sem einn hluti aðgerðaráætlana til þess að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Þannig er stefnt að því að allar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar verði búnar að skrá sig í Grænu skrefin og klára skref 1 fyrir lok þessa árs. Skráðu þinn vinnustað hér.

Frá því að síðasta fréttabréf kom út um miðjan janúar hafa eftirfarandi þátttakendur bæst við:

  • Innri endurskoðun; Ársel frístundamiðstöð; Leikskólinn Kvistaborg; Leikskólinn Brákarborg og Frístundaheimilið Kastali.
  • Vesturbæjarlaug og Gufunesbær hafa nú fengið úttekt og bíða eftir því að geta tekið á móti viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið. Þau eru reyndar langt komin með skref 2 líka.

Ný loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021 - 2025

Reykjavíkurborg lýsti yfir því markmiði, árið 2016, að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þá var sett fram loftslagsstefna sem gilti til 2020 og hefur hún nú verið endurskoðuð og fleiri aðgerðum bætt við. Helsta áskorun við að ná takmarkinu um kolefnishlutleysi 2040 er að draga þarf hratt úr losun. Aðgerðaráætlun nýrrar loftslagsstefnu 2021 - 2025 endurspeglar þá víðtæku nálgun og breidd verkefna sem þarf til að umbreyting eigi sér stað í átt að kolefnishlutlausu samfélagi.


Viðtækt samráð var haft við gerð aðgerðaáætlunarinnar og margar hugmyndir komu fram. Þær voru teknar saman og starfshópur vann síðan að endurskoðun loftslagsstefnunnar frá 2016 með tilliti til þróunar samfélagsins og nýrra hugmynda. Nú eru markmiðin í 6 meginflokkum og að auki eru þrjú stuðningsmarkmið sem ganga þvert á meginmarkmiðin. Grænu skrefin tilheyra stuðningsmarkmiðunum sem lúta að rekstri borgarinnar.

Big picture

FRÆÐSLA Í BOÐI

Fræðslufundur um flokkun og úrgangsmál.

Flestir starfsstaðir borgarinnar njóta sorpþjónustu hjá Íslenska Gámafélaginu. Þátttakendum í Grænu skrefunum býðst að skrá sig hjá graenskref@reykjavik.is til þess að vera með á fjarfundi, fjarfræðslu, sem Elín Ásgeirsdóttir hjá Íslenska Gámafélaginu verður með um flokkun og frágang úrgangsins. Ekki missa af því.
Hvar: Fjarfundur á Webex. Tengill verður sendur á þá sem skrá sig hjá Grænum skrefum.

Hvenær: Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 09:00 - 10:00

Leiðtogaþjálfun og Grænu skrefin

Ef þú vilt fara út í viðameiri þjálfun og fræðslu, taka umhverfismálin föstum tökum á vinnustaðnum og stuðla að því að hugsunin nái inn í kjarna starfseminnar, þá mæla Grænu skrefin með Andrými - sjálfbærnisetri. Andrými - sjálfbærnisetur býður upp á námskeiðið Grænir leiðtogar - leiðtogaþjálfun sem tengist sérstaklega þeirri vinnu sem á sér stað við innleiðingu Grænna skrefa. Sjá nánar hér. Mögulega geta stéttarfélög eða vinnustaðurinn sjálfur styrkt starfsfólk til að fara á námskeiðið.

Hvar: Rafrænt námskeið. Tengill verður sendur á þá sem skrá sig. Skráningarform í Facebook viðburðinum sjálfum. Sjá nánar hér.

Hvenær: Fimmtudaginn 4. mars kl. 13:00 - 16:00

Fundur fyrir tengiliði Grænna skrefa

Allir þátttökustaðir í Grænu skrefunum geta sent einn eða fleiri tengiliði á fundinn, eða tengiliður / starfsmaður sem vinnur að Grænu skrefunum getur sjálfur skráð sig á fundinn. Fundurinn er ætlaður þátttakendum í Grænu skrefunum sem hafa komið innleiðingunni af stað og vilja spyrja spurninga eða spjalla við aðra í sömu sporum. Á fundinum segjum við reynslusögur, spyrjum spurninga og fáum svör og ráðleggingar.

Hvar: Fjarfundur á Webex. Tengill verður sendur á þá sem skrá sig hjá Grænum skrefum.

Hvenær: Þriðjudaginn 10. mars kl. 10:00 - 11:00

Hvernig fræðslu vilt þú fá á þinn vinnustað?

Viltu fræðslu á þinn vinnustað um Grænu skrefin eða eitthvað því tengt?

  • Almenna kynningu á Grænu skrefunum (styttri eða lengri)?
  • Fræðslu um vistvæn innkaup?
  • Fræðslu um grænt bókhald?
  • Fræðslu um flokkun og úrgangsmál?
  • Eða eitthvað annað umhverfistengt sem þér dettur í hug?


Hugsaðu málið og sendu okkur línu á graenskref@reykjavik.is til að spyrja um fræðslumál.