Skólastarfið framundan

Hertar sóttvarnaraðgerðir 12. nóvember 2021

Kæru nemendur


Á miðnætti taka hertar sóttvarnarreglur gildi sem gilda til 8. desember. Hér fyrir neðan má lesa um helstu áhrif þeirra á skólastarfið. Það er mikilvægt að við stöndum saman og gerum það sem getum til að halda skólanum opnum. Þar skipta einstaklingsbundnar sóttvarnir, spritt- og grímunotkun, mestu máli!


Frá og með mánudeginum 15. nóvember mega að hámarki 50 koma saman í skólahúsnæðinu en blöndun milli hópa er leyfileg. Við getum því kennt samkvæmt stundatöflu.

Grímuskylda

Grímuskylda er í skólahúsnæðinu. Heimilt er að taka af sér grímur í kennslustundum. Munum að á þessum stöðum þarf ALLTAF að vera með grímur:

  • Í Gryfjunni
  • Á göngum skólans
  • Á kaffistofunni í verknámshúsinu
  • í mötuneytinu

Mötuneytið er opið í tveimur hólfum, frá kl. 12:00 og frá kl. 12:50. Allir sem hafa tök á að mæta á fyrri opnunartímanum eru beðnir um að gera það, m.a. til að forðast raðir.


Í mötuneytinu verður nú stólum raðað með 1m millibili og að hámarki mega 50 vera samankomnir í einu í matsalnum.

Aftur skammtað á diska

Vegna hertra sóttvarnarreglna verður frá og með mánudeginum 15. nóvember skammtað á diska í mötuneytinu.

Vertu heima með einkenni

Nemendur mega ekki mæta ef þeir finna einhver flensulík einkenni, sama hversu lítil þau eru. Hafðu þá samband við heilsugæsluna s. 450 4500 og fáðu að fara í sýnatöku. Veikindi skal tilkynna eins og áður í gegnum INNU eða á netfangið misa@misa.is


Nemendur sem þurfa að fara í sóttkví eða einangrun þurfa að tilkynna um það á netfangið misa@misa.is

Big picture
Vertu með rakningarappið í símanum

Við biðjum alla nemendur um að vera með rakningarappið c-19 í símanum. Appið má nálgast í App Store eða Google play.